Saga - 2010, Side 176
Ég endurtek að ekkert liggur fyrir um það hvernig ákvörðun var
tekin um sókn háskólakennara fyrir hönd doktorsnemenda sinna
inn í sjóði Rannís. Hvort það var stjórn sjóðsins sem samþykkti
þessa breytingu á verklagi hans vegna þrýstings frá stjórnendum
Háskóla Íslands liggur ekki fyrir, eða hvort hugmyndin sé komin af
borði menntamálaráðherra, annaðhvort þess sem nú situr eða for-
vera hans. Auk þess er erfitt að sjá eftir hvaða viðmiðunum sjóðurinn
vinnur. Vinnulagsreglur sjóðsins frá 2010 eru svo almennt orðaðar
að undrum sætir. Þar segir til dæmis: „Verkefni sem uppfylla gæða -
viðmið og unnin eru í virku, faglegu og fjárhagslegu samstarfi fyrir-
tækja, háskóla og stofnana, njóti, að öðru jöfnu, forgangs að styrkj-
um úr samkeppnissjóðum.“48 Hvaða merkir þetta? eru „stofnanir“
eins og ReykjavíkurAkademían, sem ekki hefur aðgang að doktors-
nemum né fjármagni til að standa straum af alþjóðlegum samskipt-
um, gjaldgengar samkvæmt þessum hugmyndum? eins má spyrja
hversu þungt hið virka, faglega og fjárhagslega samstarf við fyrir-
tæki vegur í mati á almennum rannsóknaumsóknum. Í sömu klausu
vinnureglnanna koma einnig fram tilmæli sem tilgreind eru sem
hluti af úthlutunarstefnu Rannsóknasjóðs: „Sjóðurinn taki tillit til
aðstæðna umsækjenda (t.d. sjálfstætt starfandi vísindamanna) og
eðlis verkefnis, m.a. kostnaðar við stjórn samstarfsverkefna.“ engu
líkara er en að þessi tilmæli hafi verið sniðgengin í síðustu tveimur
úthlutunum því enga sjálfstætt starfandi fræðimenn er að finna
meðal þeirra sem fengu úthlutað verkefnastyrkjum frá fagsviði
félagsvísinda og hugvísinda.
Nokkur umræða spannst um þessa niðurstöðu á Gammabrekku-
póstlista sagnfræðinga í kjölfar síðustu úthlutunar, í febrúar 2010.
Anna Agnarsdóttir, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild
Háskóla Íslands spurði hvort niðurstaðan væri ekki áhyggjuefni fyrir
sjálfstætt starfandi fræðimenn, að allir styrkir lentu hjá fræði mönn -
um tengdum háskólastofnunum.49 Og Davíð Ólafsson, sagn fræðing -
ur og formaður Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna í Reykjavíkur -
Akademíunni, fylgdi skeyti Önnu eftir með þessum orðum:
Það er óhætt að segja að við í ReykjavíkurAkademíunni séum nokkuð
uggandi um hag sjálfstætt starfandi fræðimanna í ljósi nýjustu úthlut-
unar Rannís og þróunar síðustu ára. Það eru engir styrkir veittir utan
raða HÍ, HR og tengdra stofnana að þessu sinni, hvorki í hug- og
sigurður gylfi magnússon176
48 „Reglur og leiðbeiningar fyrir styrkárið 2010“, bls. 14.
49 Anna Agnarsdóttir, „engir sagnfræðingar?“ Gammabrekka 2. febrúar 2010.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 176