Saga - 2010, Page 178
Mér sýnist nú sem þróunin sé sú að síðari kosturinn sé að verða
ofan á og þykir það slæmt. Doktorsnemar eru nógu háðir leiðbein-
endum sínum fyrir. Þetta er, að mér virðist, hluti af þeirri þróun að
opinberir rannsóknasjóðir hægt og sígandi breytist í aukafjármögn-
un fyrir háskólabáknið.“
Í sjálfu sér er hægt að skilja afstöðu stjórnenda Háskóla Íslands,
sem fyrst og fremst virðast horfa á tímabundinn ávinning skólans
við að ná tökum á sjóðum Rannís. Í stefnu Háskóla Íslands fyrir árin
2006–2011, sem kynnt er á heimasíðu skólans, kemur mjög skýrt
fram að fimmfalda eigi fjölda doktorsnema og svo að stórauka eigi
sóknina í innlenda og erlenda samkeppnissjóði (stefnt er að 80%
aukningu á tímabilinu). Lögð er áhersla á að þeim sem þannig leggi
sig fram um að styrkja rannsóknir skólans verði umbunað í vinnu-
matskerfi skólans. Orðrétt segir:
„Hvatt verði til sóknar í samkeppnissjóði með því að taka tillit til
veittra styrkja í vinnumatskerfi Háskólans. Breytingin taki gildi árið
2007.“52 Þá er lögð áhersla á að stoðþjónusta við umsóknir starfs-
manna verði stórefld strax. Hér þarf varla frekari vitnanna við, því
staðreyndin er sú að 83% allra úthlutana Rannís 2010 runnu til
Háskóla Íslands og stofnana tengdra honum. Maður á hins vegar
bágt með að trúa því að menntamálayfirvöld á síðustu árum hafi
ekki áttað sig á hvert þessi þróun stefndi. Það má alveg gera því
skóna að hér sé rekin markviss vísindapólitísk stefna sem tengist
þeirri hugmynd að byggja aðeins upp einn háskóla á Íslandi,
Háskóla Íslands (eða í mesta lagi tvo), og ganga þannig frá málum
að hinir muni leggja upp laupana hægt og bítandi. eitt er víst að vís-
indastyrkir Rannís eru ekki að renna til þeirra, þó með þeirri undan-
tekningu að Háskólinn í Reykjavík fær 17% úthlutana.
Í fljótu bragði má hugsa sér að hægt sé að breyta þessari rann-
sóknarstefnu stjórnvalda með þrennum hætti. Í fyrsta lagi er mikil-
vægt að fá utanaðkomandi sérfræðinga, til dæmis erlendis frá, til að
sitja í stjórnum og ráðum samkeppnissjóðanna og koma um leið í
veg fyrir bein hagsmunatengsl milli þeirra og háskóla landsins. Í
öðru lagi verður að tryggja að þeir sem keppa um verkefnastyrki úr
samkeppnissjóðunum sitji við sama borð, að þeir sem eru á föstum
launum annars staðar fái helst ekki að sækja um styrki til sjóðsins,
og alls ekki nema þeir afsali sér launum sínum á meðan þeir njóta
sigurður gylfi magnússon178
52 Vef. „Stefna Háskóla Íslands 2006–2011“, http://www.hi.is/is/skolinn/stefna
_2006_2011, skoðað í janúar 2010.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 178