Saga - 2010, Page 182
Íslendingar áttu einnig í bréfasambandi við bræðurna; sum bréfanna
hafa verið birt á prenti en önnur eru einungis til í handritsformi. Í
lok greinarinnar verða þessir bréfritarar stuttlega kynntir.
Áður en heimsóknum Gísla og Guðbrands verða gerð frekari skil
er við hæfi að kynna til sögunnar mann sem ekki er óvarlegt að ætla
að kunni að hafa átt þátt í því að Gísli og Guðbrandur freistuðu þess
að sækja Jacob Grimm heim; í það minnsta var hann einskonar
tengi liður milli Íslendinganna og öldungsins í Berlín.
Konrad Maurer
Óhætt er að segja að flestir Íslendingar kannist við þjóðsögurnar
„Djákninn á Myrká“, „Móðir mín í kví kví“ og „Reynistaðar bræð ur“.
Það vita kannski færri að þessum sögum var upprunalega safnað af
Þjóðverja sem ferðaðist um Ísland 1858 og að hann skrifaði þær, ásamt
fjölda annarra, sjálfur niður eftir munnlegri frásögn, þýddi og gaf út
tveimur árum seinna undir heitinu Isländische Volkssagen der Gegen -
wart, eða tveimur árum áður en fyrra bindi Jóns Árnasonar (1819–
1888) Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri leit dagsins ljós. Tilvitnun frá árinu
1896 mun kynna manninn: „konrad Maurer, sem hefur ritað allra
útlendinga mest og bezt um Ísland, er kallaður „Íslandsvinur“, og er
það svo að segja opinber nafnbót hans. Það mun varla vera til svo
aumt greni, að nafn hans sé ekki kunnugt þar.“1 Þetta skrifaði
fræðimaðurinn Andreas Heusler í ferðariti sínu sem hann útbjó eftir
Íslandsför sína árið 1895, eða næstum 40 árum eftir að konrad Maurer
(1823–1902) ferðaðist sjálfur um landið. Það er vissulega eftirtektar-
vert og óvanalegt að gestur á Íslandi skuli lifa svo vel og lengi í
manna minnum. en það var heldur enginn venjulegur gestur sem
heimsótti Ísland árið 1858. Réttarsagnfræðingurinn og málvísinda -
maðurinn konrad Maurer, sem starfaði sem prófessor við háskólann
í München, naut þegar virðingar í Þýskalandi, Skandinavíu og á
Íslandi fyrir rit sín um réttar- og kirkjusögu Íslands og Noregs.2 Hann
katrín matthíasdóttir182
1 Andreas Heusler, „Bilder aus Island“, Deutsche Rundschau (Berlín: Julius Roden -
berg 1896) 22. bindi, 11. hefti, bls. 202–223, og 12. hefti, bls. 385–410 (hér bls. 397).
Hluti af þessari ferðalýsingu birtist í íslenskri þýðingu í bókinni Glöggt er gests
augað: úrval ferðasagna um Ísland. Ritstj. Sigurður Grímsson (Reykjavík: Menn -
ingar- og fræðslusamband alþýðu 1946), ofangreind tilvitnun er á bls. 326.
2 Árið 1852 kom út ritið Die Entstehung des isländischen Staates und seiner Verfass -
ung, þar sem Maurer fjallar um landnám og réttarfar Íslands. Síðan skrifaði
hann um kristnitöku og sögu kirkjunnar á Íslandi og í Noregi í hinu umfangs-
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 182