Saga - 2010, Page 183
var félagi og pólitískur trúnaðarvinur Jóns Sigurðssonar, helsta
leiðtoga Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld, eins og glöggt
má sjá á þeim fjölda bréfa sem þeim fór á milli, og lagði hann m.a.
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga lið með því að skrifa grein í þekkt
þýskt dagblað til stuðnings og skilnings á málefninu.3 Jón Sigurðs son
kunni sannarlega vel að meta vináttu og aðstoð þessa virta manns og
skrifar í einu bréfa sinna til Maurers: „Það sem oss Íslendingum þykir
svo merkilega gott í ritgjörðum yðrum er það, að oss finnst þér skilja
oss og hugsunarhátt vorn allra útlendra manna bezt“.4 Maurer vann
einnig frumkvöðlavinnu á sviði Íslendingasagna og er talinn upp-
hafsmaður svonefndar bókfestukenningar5 í rannsóknum á þeim.
Var það fyrrnefndur fræði maður Andreas Heusler sem nefndi og
útskýrði fyrstur manna þetta hugtak á prenti, þótt sjálfur væri hann
sagnfestumaður.6 Þá var Maurer líka mikill brautryðjandi á sviði
norrænnar og íslenskrar réttarsögu. en mikilvægust er þó þátttaka
Maurers í íslenskri þjóð sagnaútgáfu og ómetan legur stuðningur
hans og hvatning til handa Jóni Árnasyni og sú staðreynd að hann
greiddi götu fyrir útgáfu íslenskra þjóð sagna og sá til þess að þær
væru prentaðar í Þýska landi 1862 og 1864.7
„… augliti til auglitis við jacob grimm …“ 183
mikla verki Die Bekehrung des norwegischen Stammes zum Christentum sem kom
út í tveimur bindum 1856–1857.
3 Greinin birtist í þremur hlutum í fræðiblaði dagblaðsins Augsburger Allgemeine
Zeitung dagana 2., 10., og 11. nóv. 1856 undir titlinum „Island und das dänische
Grundgesetz“. Guðbrandur Vigfússon þýddi síðan þessa grein og birtist hún
undir heitinu „Um landsréttindi Íslands“ í 17. árgangi tímaritsins Ný félagsrit
árið 1857, bls. 54–78.
4 Jón Sigurðsson, Minningarrit aldarafmælis Jóns Sigurðssonar (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag 1911), bls. 239 (bréf frá 20.01.1857).
5 Sagnfestukenning — sú kenning að Íslendingasögur hafi verið fullmótaðar í
munnlegri geymd og borist mann fram af manni allt frá söguöld til sagnritunar -
aldar, er þær voru loks skrásettar. Samkvæmt bókfestukenningunni eru Íslend-
ingasögur hins vegar að verulegu leyti verk rithöfunda sem sköpuðu sitt eigið
ritverk úr munnlegum frásögnum og rituðum heimildum.
6 Sjá Andreas Heusler, „Die Anfänge der isländischen Saga“, Abhandlungen der
königlich preussischen Akademie der Wissenschaften, Philosophisch-Historische Classe
(Berlin 1914), bls. 2–87.
7 Um konrad Maurer, sjá meðal annars kurt Schier, „konrad Maurer, ævi hans
og störf“ í Íslandsferð 1858 eftir konrad Maurer. Þýð. Baldur Hafstað (Reykja vík:
Ferðafélag Íslands 1997), bls. xiv–xxxiii, og Árni Björnsson, „konrad Maurer og
Íslendingar“ í sama riti, bls. xxxiv–li. einnig katrín Matthíasdóttir, Das Island bild
in deutschsprachigen Reiseberichten — zum Beispiel konrad Maurer; M.A.-rit-
gerð við Ludwig-Maximilians-Universität München 1998.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 183