Saga - 2010, Blaðsíða 184
en hvaðan spratt áhugi Maurers á þjóðsögum og þjóðfræði?
Hverfum aftur til ársins 1842, eða þar sem konrad Maurer situr í
fyrirlestrarsal Humboldt-háskólans í Berlín og hlýðir með áhuga á
fyrirlestur Jacobs Grimm. Í þrjár annir stundar hinn ungi Maurer
nám við skólann, en í þá daga var það vanalegt að nema við fleiri en
einn háskóla. Lögfræðineminn Maurer þakkar Jacobi Grimm ekki
eingöngu góða kennslu í lögfræði; mun dýrmætari voru honum
fyrir lestrar hans í málvísindum, fornfræði og þjóðfræði. Þetta hliðar-
nám og hið persónulega samband sem myndaðist við Jacob Grimm
var þessum unga námsmanni hinn „ómetanlegasti heiður og lær-
dómur“,8 þannig að hann telur sig vera hans „dankbarster Schüler“
[þakklátasti nemandi].9 Um það leyti sem Maurer dvaldist í Berlín
tók hann að fást við norræn fræði og þá sérstaklega íslensk. Og sá
áhugi sem Jacob vakti hjá Maurer á þjóðfræðum varð til þess að
hann gaf út litla bók um bæverskar sagnir árið 1859.10 en mikil-
vægari er þó þátttaka Maurers í íslenskri þjóðsagnaútgáfu, sem gerð
hafa verið ágæt skil, m.a. af Jóni Árnasyni og Guðbrandi Vigfússyni
í formála I. og II. bindis safns Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og
ævintýri.11 Að doktorsnámi loknu sendi Maurer Jacobi Grimm rit-
gerð sína og þeim upptekna hætti hélt hann í hvert skipti sem verk
eftir hann var gefið út næstu árin. Maurer heimsótti Jacob Grimm
oftsinnis í Linkstrasse í Berlín og skrifuðust þeir á; a.m.k. eru
varðveitt sex bréf12 sem Maurer skrifaði Jacobi Grimm. Maurer hef-
ur líklega ungur að árum hitt Jacob Grimm fyrsta sinni á heimili
föður síns. Faðir Maurers, réttarsagnfræðingur og ríkisráðsfulltrúi,
hafði á námsárum sínum fetað í fótspor Jacobs Grimm og hins
þekkta réttarsagnfræðings F.C.v. Savigny, eins af áhrifavöldum
katrín matthíasdóttir184
8 Stutt æviágrip Maurers. Varðveitt í skjalasafni Münchenar-háskóla.
9 Þetta er tekið úr bréfi sem Maurer sendi Jacobi Grimm 19.09.1847. Bréfið er
varðveitt á Ríkisbókasafninu í Berlín, Staatsbibliothek zu Berlin - Preußischer
kulturbesitz, undir safnmarkinu/Signatur: NL Grimm, 719: Maurer, konrad.
10 konrad Maurer, Bayerische Volkssagen (München 1859). Bókin er aðgengileg í
stafrænu formi hjá Google books, http://books.google.com/.
11 Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. I–VI. Ný útgáfa. Árni
Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna (Reykjavík: Þjóðsaga
1954–1961). Ég vísa hér í nýja útgáfu af safni Jóns, því formáli hans birtist ekki
í frumútgáfunni frá 1862–1864. Fyrir áhugasama er upprunalega útgáfan
aðgengileg í stafrænu formi hjá Google books, http://books.google.com/.
12 Bréfin eru varðveitt á Ríkisbókasafninu í Berlín „Staatsbibliothek zu Berlin —
Preußischer kulturbesitz“ undir safnmarkinu/Signatur: NL Grimm, 719:
Maurer, konrad.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 184