Saga - 2010, Síða 185
Grimmsbræðra, og farið til Parísar á árunum 1812–14 til að rannsaka
þýsk lög í bókasöfnum og skjalasöfnum borgarinnar. Seinna skárust
vegir fræðimannanna Georgs Ludwigs Maurer, sem hafði skrifað
merk verk um þýska réttarsögu, og Jacobs Grimm.13 Þeir áttu í
bréfasamskiptum14 og var Jacob Grimm endrum og sinnum gestur á
heimili Georgs Ludwigs í München.15
Árið 1857 ferðast konrad Maurer til kaupmannahafnar til að
undirbúa fyrirhugaða ferð til Íslands árið eftir. Á 10 vikna dvöl sinni
í Höfn kynntist hann mörgum Íslendingum, þar á meðal Gísla
Brynjúlfssyni og Guðbrandi Vigfússyni en einnig Jóni Sigurðssyni
sem hann hafði verið í bréfasambandi við síðan 1856: tveir hinir
síðarnefndu áttu eftir að verða vinir Maurers ævilangt. Guðbrandur
kennir Maurer íslensku, þess utan æfir Maurer sig í að lesa íslensk
handrit á Árnasafni.16 Á þessum stutta tíma gerir Maurer nákvæma
uppskrift — og hina fyrstu — að Gull-Þóris sögu þar sem hann naut
einkum stuðnings Gísla Brynjúlfssonar og Guðbrands Vigfússonar
sem hann tileinkar bókina.17 Þeir félagar eyddu því töluverðum
tíma saman og hafa ýmislegt rætt. Fyrir utan samræður um Íslend-
ingasögur og norræn fræði var líka talað um íslenskar þjóðsögur og
konrad Maurer sagðar hinar og þessar sögur, sem honum fannst að
ættu skilið að komast á prent. Íslensku sögurnar voru einnig born-
ar saman við samskonar þýskar, eins og sögurnar Vilfríður Völu -
fegri (sem Maurer heyrði fyrst hjá Gísla Brynjúlfssyni — saga sem
Gísli hafði heyrt hjá móður sinni og hún hjá fóstru sinni18) og
Mjallhvít. Í gegnum Mjallhvíti hafa Grimmsbræður ef til vill laumað
sér inn í umræðuna, en Mjallhvít (Schneewittchen) var fyrsta ævin -
„… augliti til auglitis við jacob grimm …“ 185
13 karl Dickopf, Georg Ludwig von Maurer 1790–1872, Eine Biographie. Münchener
historische Studien — Abteilung neuere Geschichte, 4. bindi. Ritstj. Franz
Schnabel (Regensburg 1960), bls. x.
14 Bréf Georgs Maurer til Jacobs eru varðveitt á handritadeild Ríkisbókasafnsins
í Berlín „Staatsbibliothek zu Berlin — Preußischer kulturbesitz“ undir safn-
markinu/Signatur: NL Grimm, Mappe 1320: Maurer, Georg Ludwig von.
15 Paul Ruf, Tagebücher, 1801–1852 von Johann Andreas Schmeller (München 1954),
bls. 77.
16 konrad Maurer, Íslandsferð 1858, bls. 3.
17 Sjá formála í konrad Maurer, Die Gull-Þóris saga oder Þorskfirðinga saga (Leipzig:
J.C. Hinrichs 1858). Bókin er aðgengileg í stafrænu formi hjá Google books,
http://books.google.com/.
18 Sjá konrad Maurer, „Schneewittchen“, Germania; Vierteljahrsschrift für deutsche
Alterthumskunde, II. bindi (Stuttgart: Franz Pfeiffer 1857), bls. 490. Greinin er
aðgengileg í stafrænu formi hjá Google books, http://books.google.com/.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 185