Saga - 2010, Page 187
um landið. Hann kynntist fjölda fólks á sex mánaða dvöl sinni á
landinu og fróðleiksfúsari mann er vart hægt að hugsa sér; ekkert
var honum óviðkomandi — á öllu hafði hann áhuga, eins og glöggt
má sjá af ferðalýsingu hans og dagbókafærslum27 — en ofarlega
stendur þó þjóðsagnaáhugi hans. Guðbrandur fór einnig til Íslands
sumarið 1858 og hittast þeir Maurer og ferðast saman einhverja
daga í ágúst. Um haustið koma þeir aftur saman í Reykjavík og
verða síðan samskipa til kaupmannahafnar.
Þetta sama sumar heimsækir Gísli Brynjúlfsson Jacob Grimm í
Berlín en Guðbrandur Vigfússon sumarið á eftir.
Jacob og Wilhelm Grimm
Um miðbik 19. aldar voru Jacob og Wilhelm Grimm þekktir og miklir
áhrifavaldar í allri evrópu fyrir ævintýrasöfnun og útgáfu á Kinder-
und Hausmärchen sem kom fyrst út á árunum 1812–1815.28 Hinir lög-
lærðu Grimmsbræður voru ekki einungis frumkvöðlar á sviði
þjóðfræða heldur einnig málfræði, fornfræði og lögfræði. Þannig
ritaði Jacob Grimm t.d. ítarlega um uppruna málsins eða þýska
staffræði, Deutsche Grammatik29 í fjórum bindum, þar sem öll germ -
önsk mál og norðurlandamál frá elstu tímum og fram að útgáfu bók-
arinnar eru tekin fyrir. Í verkinu er í fyrsta sinn rakin til fulls hin
íslenska hljóðfræði með hljóðvarpi sínu og hljóðbeygingum.30 Hann
ritaði einnig um þýska goðafræði, Deutsche Mytho logie,31 og þess utan
um lagasetningu og landsrétt Þjóðverja í fornöld auk þess að skrifa
„… augliti til auglitis við jacob grimm …“ 187
27 Um er að ræða ferðabók konrads Maurer, Íslandsferð 1858. Dagbókin er í hand-
ritsformi og varðveitt á háskólabókasafninu í München: Nachlaß konrad von
Maurer, Fasc. 1.116.
28 Á lífstíð bræðranna var „stóra útgáfan“ af Kinder- und Hausmärchen gefin út sjö
sinnum, síðast 1857. Árin 1822 og 1856 gáfu Grimmsbræður einnig út tvær
skýringabækur með athugasemdum við ævintýrin í Kinder- und Hausmärchen
þar sem hinar ýmsu hliðar á alþjóðlegri ævintýrasagnahefð eru teknar fyrir og
bent á að ævintýrin eiga ekki bara einn uppruna heldur eigi heima alls staðar,
hjá öllum þjóðum og í öllum löndum. Sjá t.d. www.grimms.de.
29 Jacob Grimm, Deutsche Grammatik I–IV (Berlin 1819–1837). Bókin er aðgengi-
leg í stafrænu formi hjá Google books, http://books.google.com/.
30 Guðbrandur Vigfússon, „Ferðasaga um Þýskaland“, Ný félagsrit 20. árg. (1860),
bls. 23–143 (hér bls. 137).
31 Jacob Grimm, Deutsche Mythologie (Göttingen 1835). Bókin er aðgengileg í staf-
rænu formi hjá Google books, http://books.google.com/.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 187