Saga - 2010, Síða 189
hann honum kærlega fyrir „alla þá alúð“ sem hann hafði auðsýnt
honum. eftir heimsóknina sendir Jacob Gísla ritlinginn um manna-
nöfn38 — þann sem Maurer minntist á í bréfi til Jóns Sigurðssonar
hér að ofan — þá nýútgefinn og þakkar Gísli honum fyrir send-
inguna í bréfinu. Gísli skrifar að ritlingurinn hafi verið „mikil
skemtan og uppfræðing“ þótt sú „ritgjörð“ Jacobs sem Gísla finnst
einna „vænst“ um sé bókin hans „um uppruna málsins.“39 Í fram-
haldi fer Gísli að velta fyrir sér kyni orða og kvenkyninu:
er það ekki merkilegt t.a.m. að „víf“, „fljóð“, „sprund“ o.s.frv. skuli
vera kynlaus orð? Og er ekki einsog í þessu liggi en ítarlegri sönnun
fyrir því, sem eg annars held megi sýna að hafi verið hugmynd hinna
göfugri fornþjóða, að konur o.s.frv. séu ævinlega í eðli sínu nokkurs -
konar ókendar verur, eða að minnsta kosti miklu undarlegri, óskiljan-
legri og að öllu miklu annarlegri enn menn?40
Gísli hafði verið kvæntur hinni danskættuðu Mariti Gerdtzen í þrjú
ár41 þegar hann skrifar þetta og er enn að villast í völundarhúsi hins
kvenlega eðlis. Hvort vænta megi dýpri innsýnar á þessum
„ókendu verum“ hjá hinum aldraða Jacobi Grimm, sem aldrei
kvæntist, er spurning — málfræðilega hefur þetta að sjálfsögðu ekki
velkst fyrir honum. Gísli fer ekkert nánar út í heimsóknina í bréfinu,
en eins og fram kemur í því bað hann konrad Maurer, sem þá var
aftur staddur í kaupmannahöfn, nýkominn frá Íslandi, að afhenda
Jacobi Grimm bréfið, sem hér er fjallað um, ásamt ritgjörð eftir landa
sinn um „undarlega stúlku á Íslandi“42 og skrif eftir hann sjálfan um
„setningarlag í fornum skáldskap“,43 sem hann nokkrum árum áður
„… augliti til auglitis við jacob grimm …“ 189
38 Jacob Grimm, Von Vertretung männlicher durch weibliche Namensformen (Berlin
1858). Ritlingurinn birtist seinna í safnriti Jacobs Grimm, Kleine Schriften von
Jacob Grimm (Berlin 1866), bls. 349–414. Þetta safnrit er aðgengilegt í stafrænu
formi hjá Google books, http://books.google.com/. Í einu tilviki vitnar Jacob
Grimm til Gísla Brynjúlfssonar, á bls. 406.
39 Hér á hann vafalaust við Deutsche Grammatik; sjá neðanmálsgrein nr. 29.
40 Handritadeild Ríkisbókasafnsins í Berlín, safnmark: NL Grimm, Mappe 642:
Bl. 41r–42v: Brynjúlfsson, Gísli.
41 Sjá t.d. www.althingi.is.
42 Gísli Brynjúlfsson getur ekki nafns höfundar en fram kemur að greinin birtist
í hefti af D.Maanedsskrift.
43 Gísli Brynjúlfsson nefnir ekki nafn bókarinnar en eflaust er hér um að ræða
skrif hans, „Det oldengelske Abgarius-Qvæde, oversat paa oldnorsk ved Gísla
Brynjúlfssonar“, er birtist í bók Georgs Stephens, Tvende old-engelske digte med
oversættelser og tillæg (kaupmannahöfn 1853). Bókin er aðgengileg í stafrænu
formi hjá Google books, http://books.google.com/.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 189