Saga - 2010, Page 190
hafði skrifað fyrir prófessor Stephens44 — en Maurer hafði einnig
fyrirhugað heimsókn til Jacobs á leið sinni í heimahagana. Fyrir
heimferð Maurers er haldið samsæti þann 8. nóvember meðal
Íslendinga í kaupmannahöfn og Maurer kvaddur með sjö erinda
kvæði eftir Gísla — eitt erindi fer hér eftir:
Það að finna djúps í djúpi
Dulið lengi flestri þjóð,
Og að sýna sönnum hjúpi,
Sú er dverga listin góð.
Þá hefir M a u r e r! mælskri túngu
Mært svo vora fóstrgrund,
Hollum munni, hjarta ungu,
Hún því gleymir enga stund.45
Guðbrandur Vigfússon fer sína fyrstu Þýskalandsferð árið 1859 og
er það ein af mörgum ferðum sem hann átti eftir að fara til að heim-
sækja vin sinn konrad Maurer í Bæjaralandi. Samvinna Guðbrands
og Maurers næstu árin varð mikil og góð; kunnugust er þó eflaust
vinna þeirra og Jóns Sigurðssonar er þeir leggjast allir á eitt um að
koma út safni Jóns Árnasonar, Íslenzar þjóðsögur og ævintýri. Á leið
sinni suður á bóginn stoppar Guðbrandur Vigfússon þrjá daga í
Berlín og ákveður á þriðja degi að heimsækja Jacob Grimm á heim-
ili hans í Linkstrasse, óboðaður og þar fyrir utan illa talandi á þýsku.
Að eigin sögn gat hann lesið þýsku en hafði aðeins talað málið í þrjá
daga.
Berlínarheimsóknina rifjar Guðbrandur Vigfússon upp 26 árum
síðar í formála bókar sinnar og Fredericks york Powell, Sigfred-
Arminivs and other papers,46 en bókina tileinkuðu þeir minningu
Grimmsbræðra á aldarafmæli þeirra. Minnstu smáatriði eru Guð -
brandi enn í fersku minni þessum 26 árum eftir heimsóknina og frá-
sögnin einkennist af næmi, virðingu og forvitni um mannlega til-
veru Jacobs Grimm.
katrín matthíasdóttir190
44 Prófessor Georg Stephens (1813–1895) var enskur fornfræðingur, textafræðing-
ur og málvísindamaður.
45 Ný félagsrit, 19. árg. (1859), bls. 167–169 (upprunaleg stafsetning látin halda
sér).
46 Guðbrandur Vigfússson og Frederick york Powell, Sigfred-Arminivs and other
papers (Oxford: Clarendon Press og London: Henry Frowde 1886). Titill fyrir-
liggjandi greinar er fenginn úr formála ritsins. Bókin er aðgengileg í stafrænu
formi, sjá: http://www.northvegr.org.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 190