Saga - 2010, Síða 193
síðan niður fyrir framan orðabókina og var á örskotsstundu aftur
niðursokkinn í vinnu. Ónæðið virtist gleðja hann og hvíla fremur en að
trufla. […] 54
Fyrir utan þennan formála skrifaði Guðbrandur einnig ferðasögu
sem birtist í Nýjum félagsritum55 um Þýskalandsferðina 1859. Þar fer
hann um víðan völl og minnist aðeins stuttlega á heimsóknina til
Jacobs, en skrifar meira á fræðilegum nótum um æviverk bræðr -
anna; fjallar um frumkvöðlastarf við ævintýrasöfnun og -útgáfu og
upplýsir um önnur rit og afrek. eftirfarandi persónulýsingu af
Jacobi er þar þó að finna: „… hann er lítill meðalmaður vexti, og
hærður, ern og hvatlegur eins og ungur maður, skarpleitur, snar-
eygur og fasteygur og harðlegur í bragði. Því er við brugðið, hversu
hann er mildur við alla unga fræðimenn, sem hann heldur að
eitthvað mannsmót sé í, en hins vegar harður og ómjúkur ef því er
að skipta.“56 Guðbrandur Vigfússon virðist hafa fallið í kramið, í það
minnsta fékk hann góðar móttökur á heimili Jacobs Grimm í Berlín.
Að lokum
Mestalla sína tíð störfuðu Jacob og Wilhelm saman og bjuggu auk
þess í sama húsnæði. Það breyttist ekki eftir að Wilhelm kvæntist
Dorotheu Wild 1825, né þegar börn þeirra bættust í hópinn. Þegar
Guðbrandur og Gísli heimsóttu Jacob í Berlín var Wilhelm enn á lífi,
en þeir hittu hann ekki. Gísli minnist ekki á Wilhelm en Guðbrandur
telur að hann hafi eflaust ekki verið heima, því annars hefði Jacob
sennilega farið með sig til hans. Vegna þessa varð Guðbrandur af
þeirri ánægju að sjá bræðurna saman árið 1859, eins og hann orðar
það; og annað tækifæri fékk hann ekki, því Wilhelm dó 16. desem-
ber sama ár en Jacob lést 20. september 1863 á 79. aldursári. einnig í
dauðanum eru bræðurnir sameinaðir, því þeir hvíla hlið við hlið í
kirkjugarðinum Alter St. Matthäus-kirchhof í Berlín.
Bræðurnir Grimm áttu í samskiptum og stóðu í bréfaskriftum
við fjölda fólks — mörg bréfasöfn hafa verið gefin út en gríðarlegur
fjöldi bréfa er enn óútgefinn.57 Fáeinir Íslendingar áttu einnig í
„… augliti til auglitis við jacob grimm …“ 193
54 katrín Matthíasdóttir sá um þýðinguna.
55 Guðbrandur Vigfússon, „Ferðasaga um Þýskaland“, bls. 23–143.
56 Guðbrandur Vigfússon, „Ferðasaga um Þýskaland“, bls. 138–139.
57 Til er rafræn upplýsingaveita um bréfasamskipti Grimmsbræðra undir
vefslóðinni: http://www.grimmbriefwechsel.de/.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 193