Saga - 2010, Síða 194
bréfa sambandi við bræðurna. Ber þar fyrst að nefna Finn Magn ús -
son. Tvö bréf Finns til Wilhems og eitt til Jacobs hafa birst á prenti, í
bókinni Briefwechsel der Gebrüder Grimm mit nordischen Gelehrten,58 en
þrjú bréf til eru enn óútgefin. Þrjú bréf bræðranna til Finns hafa
verið gefin út í tímaritinu Journal of English and Germanic Philology59
og tilvist eins að auki getum við einungis ráðið af bréfum Finns til
bræðranna. konráð Gíslason, málfræðingur og prófessor við Hafnar -
háskóla, sendi Jacobi eitt bréf árið 1853 og er það einnig að finna í
fyrrnefndu bréfasafni. Greinilegt er að Gísli Brynjúlfsson hefur
einnig fengið sent bréf frá Jacobi eða í það minnsta sendingu með
ritlingnum Von Vertretung männlicher durch weibliche Namensformen,
eins og fram kemur í bréfi Gísla til Jacobs hér að ofan. Þá skrifaði Jón
Árnason þjóðsagnasafnari eitt bréf60 til Jacobs, bréf sem hann bað
konrad Maurer að afhenda Jacobi ásamt fyrsta bindinu af Íslenzkar
þjóðsögur og ævintýri strax eftir að prentun var lokið í Leipzig árið
1862. eftir að hafa fengið safn Jóns í hendur sendir Jacob Jóni eitt
bréf.61 Þess utan er til stutt orðsending62 frá ársbyrjun 1861, skrifuð
af Jóni Sigurðssyni, þáverandi forseta Hins íslenska bókmennta-
félags, til Jacobs Grimm. Með „bréfinu“ var Jón að senda Jacobi þau
rit sem félagið hafði látið prenta árið 1860. Aðdragandi, umgjörð og
efni tveggja síðustu bréfanna er efni í aðra grein greinarhöfundar.
eins og fram kom í upphafi greinar, hitti Finnur Magnússon
einnig Jacob Grimm er sá síðarnefndi var á ferð um Skandinavíu
árið 1844. Þetta var einum 15 árum fyrir heimsóknir Gísla og
Guðbrands til Jacobs í Berlín. Fyrrnefnd bréf gefa það að vísu ekki
til kynna; efni þeirra snýst mest um fræðirit og störf enda eru þau
skrifuð fyrir ferðalag Jacobs, eða á árunum 1828–1842. Vitneskjuna
um samfund Finns og Jacobs er að finna í sjálfsævisögu Benedikts
Gröndal (1826–1907), náttúrufræðings, skálds og listamanns. Þar
katrín matthíasdóttir194
58 Briefwechsel der Gebrüder Grimm mit nordischen Gelehrten (Berlin: ernst Schmidt
1885).
59 Journal of English and Germanic Philology, 52. bindi (1953); bréf frá 1829, bls. 70 /
bréf frá 1834, bls. 72–73 / bréf frá 1838, bls. 74–75.
60 Bréfið er varðveitt á handritadeild Ríkisbókasafnsins í Berlín, „Staatsbiblio thek
zu Berlin — Preußischer kulturbesitz“, undir safnmarkinu/Signatur: NL
Grimm, Mappe 746: Árnason, Jón.
61 Þetta bréf hefur m.a. verið birt í bókinni: Jón Árnason, Úr fórum Jóns Árnasonar.
Sendibréf II. bindi. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar (Reykjavík: Hlað búð
1951), bls. 290.
62 Bréfið er varðveitt á Jagielloński-háskólabókasafninu í kraká.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 194