Saga - 2010, Page 196
Saga XLVIII:2 (2010), bls. 196–206.
sigurður a. magnússon
Svona deyja hugaðir menn
Nokkur myndbrot úr gríska frelsisstríðinu
Alí Pasja og aðdragandinn
Gríska frelsisstríðið átti sér langan aðdraganda.1 Þegar árið 1770
hafði verið gerð misheppnuð uppreisn, sem bæld var niður af
aðfluttum albönskum hersveitum. Hafa Albanir búið í Grikklandi æ
síðan og tala eigið mál — búa einkum í þorpum kringum Aþenu og
við Saronsflóa. en það var franska stjórnarbyltingin sem glæddi á
ný baráttuhuginn og sigurviljann. Þar komu óbeint við sögu tals-
menn Upplýsingarinnar, þeir Voltaire, Montesquieu og Rousseau,
sem sömdu rit til stuðnings grískum frelsissinnum. Fyrsta eiginlega
þjóðskáld Grikkja og fyrsti píslarvottur frelsisstríðsins var Rígas
Fereos (1751–1798). Hann vann af lífi og sál að útbreiðslu byltingar-
hugsjónanna, fór til Vínar og lét prenta bækling sem hann hugðist
dreifa meðal landa sinna. en austurríska lögreglan komst að fyrir-
ætlun hans og tók hann höndum. Var hann seldur í hendur Tyrkj -
um, sem kyrktu hann á Belgrad í júní 1798. Síðustu orð þessarar
hetju voru: „Svona deyja hugaðir menn. Ég hef sáð; brátt kemur sá
tími að þjóð mín safni uppskerunni.“ Hersöng hans kann hvert
skólabarn í Grikklandi.
Árið 1814 var stofnað til leynisamtaka í Ódessu sem nefnd voru
Fílíkí Etería (vinasamtökin). Að þeim stóðu einkum Grikkir búsettir
í Rússlandi, þeirra á meðal ýmsir áhrifamenn við hirðina. Markmið
samtakanna var að afla erlendrar aðstoðar við frelsisöflin heima í
Grikklandi og safna undir eitt merki hinum fjölmennu grísku
þjóðar brotum víða um heim. Í febrúar 1821 fór leiðtogi samtakanna,
Alexander Ipsílantis, grískur hershöfðingi í her Rússa, með flokk 300
stúdenta til Búkarest og hugðist vinna Rúmeníu úr höndum Tyrkja.
1 Um þá sögu má meðal annars lesa í George Finlay, History of the Greek Revolution
(London: Zeno 1971), David Brewer, The Greek War of Independence (New york:
Overlook 2001), The Struggle for Greek Independence. Ritstj. C.M Woodhouse og
Richard Clogg (London: Macmillan 1973), og The Movement for Greek Inde -
pendence 1770–1821. Ritstj. Richard Clogg (London: Macmillan 1976).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 196