Saga - 2010, Síða 197
Varð honum nokkuð ágengt í fyrstu, en herförin fór fljótlega útum
þúfur sakir slælegs undirbúnings og tvískinnungs Rússakeisara,
sem gefið hafði ádrátt um stuðning en áræddi ekki að beita sér
þegar á hólminn var komið.
Óvenjulegar aðstæður í norðanverðu Grikklandi urðu óvart til
að flýta fyrir falli Tyrkja í evrópu. Fram kom einstaklingur sem
hataður var jafnt af Grikkjum sem Tyrkjum. Þessi maður var Alí
Pasja í epíros, einhver sérkennilegasti og ógeðfelldasti einstakling-
ur þessara ára. Saga hans gefur nokkra hugmynd um stjórnarhætti
Tyrkja og ástandið í lendum þeirra.
Alí fæddist í Tepelíní í epíros 1741 af albönsku foreldri.2 Afi hans
var stigamaður og haft var fyrir satt að faðir hans, Velí, hefði drepið
tvo bræður sína á eitri til að tryggja sér forustu ættarinnar. Hann féll
frá þegar Alí var barn að aldri, og til að tryggja rétt barna sinna greip
móðirin, khamkó, sverðið í stað sorgarslæðunnar, safnaði um sig
flokki grimmdarseggja og fyllti nágrennið ógn og skelfingu. Um
síðir voru khamkó og dætur hennar lokkaðar í gildru, teknar til
fanga og svívirtar af mönnum frá Gardíkí og kormóvó. Fyrir hjálp
velviljaðs grísks kaupmanns voru þær leystar úr haldi, og upp frá
því ól khamkó á óslökkvandi hatri og hefndarþorsta í brjósti sonar
síns. Æðsta markmið hans varð að hefna vanvirðu móður sinnar og
systra.
Í öndverðu var Alí einungis kvikfjárþjófur og ræningjaforingi, en
tókst með ótrúlegum brögðum að hrifsa til sín völdin í Tepelíní.
Aðfarir hans gefa góða mynd af eðli mannsins og þjóðfélagsástand-
inu. Hann náði sér í dauða geit, færði hana í klæði sín, setti á hana
eigin kollhúfu (fez) og keflaði hana. Síðan lagði hann geitina við ræt-
ur trés, þangað sem hann vandi komur sínar, og sendi trúan þjón til
Tepelíní. Skyldi hann leika svikara og kunngera að hinn hataði Alí
væri á næstu grösum í fastasvefni og með öllu grunlaus. Við þessar
fréttir þrifu borgarbúar vopn sín og héldu á staðinn. Úr öruggri fjar-
lægð létu þeir kúlum rigna á hreyfingarlausan skrokk geitarinnar og
héldu heimleiðis glaðir í bragði og slógu upp glaðværri veislu í til-
efni unnins afreks. — en þegar hófið stóð sem hæst og enginn átti
sér ills von, birtist Alí ásamt fylgisveinum sínum og batt skjótan
svona deyja hugaðir menn 197
2 Um Alí má meðal annars lesa í grein Dennis N. Skiotis, „From Bandit to Pasha.
First Steps in the Rise to Power of Ali of Tepelen“, International Journal of Middle
East Studies 2 (1971), bls. 219–144. Sjá einnig Sigurður A. Magnússon, Grískir
reisudagar (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðjan 1953), bls. 94–98.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 197