Saga - 2010, Page 198
enda á gleðskapinn með því að stytta alla viðstadda um höfuðið.
Þannig náði hann völdum í fæðingarborginni.
Nú var leiðin greið, og af skefjalausri grimmd kleif Alí hægt og
örugglega metorðastigann. Smám saman komst hann í þjónustu
soldáns og var útnefndur pasja (landstjóri) í epíros. Hægt og örugg-
lega náði hann tökum á nágrannaþjóðflokkum og var um síðir
orðinn hæstráðandi á öllu meginlandi Grikklands nema Attíku.
Hirð hans í Jannína var víðkunn fyrir íburð og skart. Tignir gestir úr
öllum áttum heimsóttu þennan sögulega pótintáta; meðal þeirra var
Byron lávarður árið 1809 og lýsti honum svo, í Childe Harold´s
Pilgrimage árið 1812, að hann hafi verið sextugur öldungur, feitlag-
inn og lágvaxinn, einstaklega alúðlegur í framkomu, með góðleg blá
augu og mikið hvítt alskegg, en bætti við að útlitið blekkti, því Alí
væri samviskulaus harðstjóri, sekur um hræðilegustu glæpi, en hug-
rakkur herforingi. Hann kvaðst hafa heyrt honum líkt við
Napóleon. Í samanburði við Napóleon kvað Victor Hugo pótintát-
ann í Jannína vera eins og tígurinn í samanburði við ljónið eða hræ-
gammurinn í samanburði við örninn. Gestum hefði kannski gengið
erfiðlega að trúa sögunum sem af honum gengu, ef hann hefði ekki
verið svo hugulsamur að skreyta innganginn til veglegrar hallar-
innar með blóðugum höfðum fórnarlamba. Fégræðgi hans átti sér
engin takmörk, enda safnaði hann að sér ævintýralegum fjársjóðum.
Alí var einkar lagið að færa sér í nyt gagnkvæmt hatur hinna
ýmsu þjóðflokka í ríkinu og tryggja sig þannig í sessi. Þegar mú -
hameðskar sveitir hans neituðu að slátra trúbræðrum sínum frá
Gardíkí, sem Alí hafði ginnt til sín með loforði um sakaruppgjöf,
voru grískir málaliðar meira en fúsir til að vinna verkið. Fórnar -
lömbunum var safnað saman í garði umgirtum háum veggjum.
Uppi á þeim röðuðu hermennirnir sér og sendu kúlnaregnið yfir
hópinn. Þannig biðu 670 manns bana, og Alí taldi sig að nokkru hafa
hefnt vanvirðu móður sinnar áratugum áður. Minnisvarði var reistur
á staðnum og mikilfengleg lofkvæði ort um afrekið. Með svipuðum
hætti var kormóvó eydd. Tyrknesku íbúarnir voru hengdir í trján-
um, Grikkjum drekkt í vatnsfalli, en Albanir sluppu með lausnar-
gjald. Bærinn var brenndur til grunna og sonur prestsins steiktur
lifandi.
evfrósýní hét kona, frænka erkibiskupsins í Jannína, orðlögð
fyrir fegurð, enda átti hún mikilli hylli að fagna meðal karlmanna í
borginni. Hafði Alí án árangurs leitað hófanna hjá henni. Þegar
maður hennar sá hvað verða vildi, flúði hann til Feneyja. Múktar,
sigurður a. magnússon198
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 198