Saga - 2010, Síða 201
Frelsisstríðið
Í Grikklandi greip frelsishreyfingin æ meir um sig.3 Alí Pasja hafði
veitt Tyrkjum þungar búsifjar og var fallinn. Tækifærið virtist lagt í
hendur þjóðarinnar. Samt skorti mikið á allan undirbúning, og
samstaða var nánast engin. Á boðunardegi Maríu, 25. mars 1821,
eggjaði hinn hugumstóri klerkur Papaflessas biskupinn í Patras,
Germanos, til að draga gríska fánann að húni við klaustrið kalavr íta,
skammt austan við Patras. Þar með var frelsisstríðið hafið og fjórða
og síðasta skeið grískrar sögu upp runnið. Mánuði síðar, 22. apríl,
var Gregóríos fimmti, patríarki í Miklagarði, hengdur í dyrum hall-
ar sinnar ásamt þremur erkibiskupum. Þeir voru taldir eiga þátt í
uppreisn Grikkja.
Þrátt fyrir ákafa baráttu og skefjalausa grimmd á báða bóga urðu
sigurvinningar fáir fyrstu fimm ár frelsisstríðsins. Pelopsskagi varð
meginvettvangur átakanna, enda voru þar margir öflugir kastalar
frá tímum Feneyinga og annarra krossfara. Leiðtogar Grikkja lögðu
einkum áherslu á þrennt: 1) Láta ekki fyrstu gagnárás Tyrkja draga
úr baráttugetunni — það sannaðist í maí 1821 þegar sveit kólókó -
trónis vann orustuna í Valtetsi fyrir suðvestan Trípólis. 2) Sýna fram
á að Grikkir væru færir um að vinna öflug virki af Tyrkjum. Það
sýndi sig í ágúst 1821 þegar þeir unnu virkið Mónemvasíu, sem
sennilega var langöflugasta virki á Pelopsskaga, og héldu því þar til
yfir lauk. 3) Loka tveimur meginleiðum Tyrkja suður á Pelopsskaga,
annarsvegar niður austurströndina framhjá Laugaskarði og Aþenu,
hinsvegar niður vesturströndina yfir fjalllendið Makrínóros með -
fram Adríahafi. Þetta lánaðist ekki að öllu leyti, því Tyrkir komust
sjóleiðina til hafna á skaganum og brutust líka stundum gegnum
varnarlínur Grikkja.
Segja má að hæst beri í frelsisstríðinu sex blóðuga og ógnvekj-
andi viðburði auk þeirra sem nefndir voru. Í október 1821 settust
Grikkir um höfuðborg Tyrkja á Pelopsskaga, Trípólis. Þar fór hetjan
og fyrrum kleftinn kólókótrónis fyrir löndum sínum. Borgin féll í
hendur Grikkja eftir ólýsanlegar hörmungar borgarbúa. Þeir voru
um 30.000 þegar umsátrið hófst, en helmingur þeirra lét lífið í
bardög um, á flótta, úr hungri eða sjúkdómum. Gordon ofursti telur
svona deyja hugaðir menn 201
3 John S. koliopoulos, Brigands with a Cause (Oxford: Oxford University Press
1987), og C.M. Woodhouse, The Greek War of Independence: its Historical Setting
(London: Hutchinson’s University Library 1952).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 201