Saga - 2010, Side 204
hans ágerðust meðan á umsátrinu stóð og hann kvaddi þennan
heim að kvöldi annars páskadags, 19. apríl 1824, 36 ára að aldri.4
enda þótt Byron hafi ekki komið til leiðar öllu því sem hann
dreymdi um, þá varð vera hans í Grikklandi, og þá ekki síst fráfall
hans, til að vekja athygli umheimsins á málstað Grikkja og örva
hugsjónamenn til að veita þeim fulltingi. eða einsog einhver sagði:
„Þegar Byron leið, gat málstaður Grikkja ekki liðið undir lok“.
Mannfallið í Missólongí var gífurlegt, 4.000 manns, auk þess sem
3.000 voru teknir höndum, aðallega kvenfólk og börn, en 2.000 kom-
ust undan.
Á árinu 1824 háðu Grikkir raunverulega tvö innbyrðisstríð.
Þátttakendur á báðar hliðar voru nær eingöngu frá Pelopsskaga og
eyjunum Hýdru og Spetses. Stjórnarmegin undir forustu koundo -
uríotís voru eyjamenn og landeigendur á Pelopsskaga, en fyrir upp-
reisnarmönnum á Pelopsskaga fóru Þeódóros kólókotrínís og tveir
synir hans. Þessi átök kostuðu mörg mannslíf og urðu ekki til annars
en veikja stöðu Grikkja gagnvart Tyrkjum.
Snemma árs 1824 var Tyrkjasoldán farinn að óttast um hag sinn
og skipaði hinn snjalla Múhameð Alí pasja yfir egyptalandi. Sá
sendi son sinn, Íbrahím pasja, með gríðarmikinn flota og vel skipu-
lagðan her, þjálfaðan af evrópumönnum, til Grikklands. Í flotanum
voru 54 herskip og 350 flutningaskip með 14.000 fótgönguliða, 2.000
riddara ásamt fákum sínum og 500 stórskotaliða með 150 fallbyssur.
Á móti þeim tók 70 skipa floti Grikkja með 5.000 sjóliðum og
stöðvaði framrás þeirra. Grikkir fórnuðu 25 eldnökkvum til að sökkva
6 herskipum með manni og mús. Þessi orusta var sú fræknasta sem
Grikkir háðu í stríðinu.
Lokaþáttur
Hálfu ári seinna, í febrúar 1825, sigldi egypski flotinn, 50 herskip
með 4.000 fótgönguliða og 400 riddara, til Meþóní á sunnanverðum
Pelopsskaga og sló upp 400 tjöldum. Þremur vikum síðar kom 7.000
manna liðsauki frá krít. Þegar svo var komið þótti Íbrahím pasja
tímabært að ráðast á grísku virkin í Gömlu og Nýju Navarínó. Á
tveimur vikum lagði hann undir sig báðar þessar borgir ásamt eynni
Sfaktíría. Í varnarliði Grikkja voru einungis 2.300 manns og 7 her-
skip, og sannaðist þar sem oftar að enginn má við margnum. eftir
sigurður a. magnússon204
4 Harold G. Nicolson, Byron. The Last Journey (London: Constable & co. 1924).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 204