Saga - 2010, Page 205
fall Nýju Navarínó hélt Íbrahím norður á bóginn til að leggja undir
sig Pelopsskaga. Þann 30. maí, viku eftir ófarirnar, veitti gríska
stjórnin öllum Grikkjum sem barist höfðu gegn henni í borgara-
stríðinu sakaruppgjöf. Hetjan kólókótrónis og félagar hans voru
leystir úr haldi á eynni Hýdru, og allt uppreisnarliðið sótti sátta-
messu í kirkju heilags Nikulásar í Navplíon. kólókótrónis var strax
útnefndur yfirforingi gríska heraflans. Jafnframt kom stjórnin á
almennri herskyldu.5
Það sem sennilega réð úrslitum um framgang Grikkja var fræki-
leg vörn þeirra í bænum Mílí (Myllur) á ströndinni andspænis
höfuðborginni Navplíon undir stjórn foringjans Makríjannís. egypt -
ar lögðu til atlögu að kvöldi 25. júní. Bragð Grikkja var að miða fyrst
og fremst á foringja árásarhersins, með þeim afleiðingum að bar-
áttuvilji óbreyttra hermanna dofnaði og Grikkir réðust að þeim með
sverðum og sveðjum, sem var nýlunda í þessu stríði. egyptar misstu
50 menn og hörfuðu, en mannfall Grikkja var lítið sem ekkert. eftir
þessar ófarir hætti Íbrahím við að ráðast á Navplíon, og höfuðborg
Grikkja var borgið.
Í árslok 1825 voru allar helstu borgir Pelopsskaga á valdi Tyrkja
en síðasta sigur í frelsisstríðinu unnu Tyrkir þegar þeir hertóku
Aþenu í maí 1827. Þegar hér var komið höfðu stjórnvöld Breta,
Frakka og Rússa gert með sér samkomulag um að skerast í leikinn
til varnar Grikkjum.6 Flotaforingjar Breta og Frakka fengu um síðir
komið á fundi við Íbrahím þann 25. september, en hann reyndist
ósveigjanlegur. Niðurstaðan varð sjóorustan við Navarínó, sem var
söguleg og batt enda á kúgun Tyrkja.7 Aldrei fyrr hafði sjóorusta
verið háð undir fullum seglum beggja aðila og aldrei fyrr höfðu flot-
ar legið fyrir akkerum meðan þeir létu allar fallbyssur á annað borð
starfa af fullum krafti. Haft er fyrir satt að bresku herskipin hafi
dúndrað 120 tonnum af sprengiefni.
Um sex-leytið, eftir nálega fjögra tíma látlausa skothríð, var
orustunni lokið. Ótrúlegt en satt, þá höfðu bandamenn Grikkja ekki
misst eitt einasta skip og tiltölulega fáa menn, aðeins voru 174 fallnir
og 475 særðir. Hinsvegar misstu Tyrkir 60 af 89 herskipum sínum,
svona deyja hugaðir menn 205
5 Domna N. Dontas, The Last Phase of the War of Independence in Western Greece
(Thessalonika 1966).
6 C. W. Crawley, The Question of Greek Independence. A Study of British Policy in the
Near East (New york: Howard Fertig 1973).
7 Sjá C. M. Woodhouse, The Battle of Navarino (London: Hodder & Stoughton
1965).
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 205