Saga - 2010, Page 215
hlið (t.d. tækninýjungar, fjármagn og frjálsan vinnumarkað) og eftir -
spurnarhlið hagkerfisins (eftirspurn eftir íslenskri framleiðslu á
erlendum mörkuðum, hagstæð viðskiptakjör) til að knýja fram
breytingar í efnahagslífi í átt til markaðsbúskapar. Peningar smurðu
vél efnahagslífsins, lækkuðu viðskiptakostnað, greiddu fyrir við -
skiptum og stuðluðu þannig að aukinni hagkvæmni, en þeir voru
ekki hreyfiaflið í umskiptunum.
Áhrif verslunar almennt á efnahagsþróun er viðfangsefni 9.
kafla. Halldór greinir á milli þrenns konar áhrifa, kyrrstæðra (e. sta-
tic), hálf-kvikra (e. semi-dynamic) og kvikra (e. dynamic). Með kyrr -
stæðum áhrifum á hann við að í þjóðfélagi þar sem fullt atvinnustig
ríkir muni breytingar á útflutningi eingöngu leiða til breytinga á
samsetningu hans en ekki magni. Áhrifin á hagvöxt verði því eng-
in. kvik áhrif geta aftur á móti komið til ef það er einhver slaki í
hag kerfinu, t.d. vegna þess að tilteknar auðlindir eða gæði eru
annaðhvort vannýtt eða nýtt á óhagkvæman hátt. Við þær aðstæður
getur útflutningur sem byggist á betri nýtingu þessara þátta aukið
hagvöxt. Bæði kyrrstæðu og kviku áhrifin má rekja til breytinga á
magni eða samsetningu útflutnings. Hálf-kviku áhrifin vísa aftur á
móti til þeirra breytinga sem verða á innflutningi þegar lönd auka
verslun við útlönd. Hér bendir Halldór sérstaklega á þrjú atriði sem
máli skipta: í fyrsta lagi innflutning á neysluvöru eða aðfanga sem
nýtt eru við framleiðslu inni á heimilum eða í fyrirtækjum, í öðru
lagi innflutning á fjárfestingarvöru og í þriðja lagi innflutning á
tækni.
Höfundur fer víða í þessum kafla, reifar bæði umræðu um þró-
unarlönd og deilur í hagþróunarfræðum um hvort vegi þyngra í
umbreytingu yfir í iðnvætt samfélag, framboð eða eftirspurn. Um
áhrif verslunar á hagþróunina kemst Halldór að þeirri niðurstöðu
að hún hafi haft lykiláhrif. Hann fylgir ekki neinu einu skýringar-
líkani en bendir á að Ísland hafi haft mikilvæg tækifæri til hagþró-
unar í ljósi hagstæðra viðskiptakjara og vaxandi utanríkisverslunar.
Hagstæður vöruskiptajöfnuður gerði Íslendingum auk þess kleift að
flytja inn fjárfestingarvörur í ríkum mæli. Halldór tekur svo djúpt í
árinni að staðhæfa að utanríkisverslunin hafi ekki aðeins markað
upphaf efnahagslegra umskipta á Íslandi með blautfiskversluninni
og þátttöku kaupmanna í útgerð, heldur hafi hún knúið þau áfram
þegar peningavæðingin hófst skömmu síðar. Niðurstaða hans er því
sú að umskiptin hafi, að því er virðist, verið ávöxtur breytinga á
utanlandsversluninni (sbr. bls. 409–410: „the economic transform-
utanlandsverslun og atvinnubyltingin … 215
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 215