Saga - 2010, Side 220
Mannlífið er samofið náttúrunni. Samband manns og náttúru er marg-
slungið og spurning hver ræður ferðinni. Náttúran er gjöful þegar sól-
in skín og nægur matur er á borðum en ógnvænleg þegar veður eru
válynd og gæftir litlar eða jörð skelfur, eldfjöll gjósa og ísbirnir ganga
á land. Á þeim tíma sem hér er fjallað um, 1850–1950, varð hvert býli
lengstum að vera sjálfu sér nægt um flesta hluti og útsjónarsemi var
nauðsynleg í glímunni við misblíð náttúruöflin. Hér gefur að líta svip-
myndir úr hundrað ára sögu fólks sem var í nánum tengslum við
umhverfi sitt. Í samræmi við hugmyndir þess tíma er sýningunni skipt
í steinaríki, jurtaríki og dýraríki. Náttúrunni, manngerðum hlutum,
aðstæðum og upplifun er lýst með orðum heimamanna.
Þannig er eitt markmiðið að tefla saman menningarminjum úr
Byggðasafni Suður-Þingeyinga og náttúrugripum úr safninu sem
áður voru aðskildir á sýningum Safnahússins.
Hringlaga „eyjur“ og sérherbergi
Þegar gengið er inn í sýningarsalinn blasa við sex hringlaga „eyjur“,
misstórar, en á hverri þeirra er fjallað um tiltekið þema. efni á flestum
„eyjunum“ er síðan skipt í undirflokka þar sem fléttað er saman
safngripum, ljósmyndum og texta eins og algengt er á sögu sýning -
um. Meginþemu í sal og undirflokkar eru eftirfarandi: a) Samgöngur
þar sem fjallað er sérstaklega um póstferðir, sjúkraflutninga, tilkomu
bílsins og skíði; b) Gróðurnýtingmeð áherslu á fjallagrös, grasaferðir,
engjaheyskap og túnarækt; c) Rekaviður með sérstökum undirkafla
um sögunartrönur; d) Veiðarmeð áherslu á veiðarfæri, fluguveiðar,
dorgveiði og refaslóðir; e) Mannlífið með undirflokkum um ung-
mennafélagið Leif heppna og sveitablaðið Snarfara; f) Fjaran með
sérumfjöllun um selspik og seli og loks g) Fjallkonan fríð þar sem
fjallkonan sem táknmynd landsins er gerð að umtalsefni.
„eyjur“ í sýningarsal eru aðeins hluti af sýningunni. Til viðbótar
eru fimm hliðarherbergi, hvert með sínu þema og undirflokkum:
1) Náttúruöfl með undirflokkunum útsýni í Vesturheimi, jarðskjálft-
ar og eldgos, eldsumbrot í Öskju, hafís, ísbirnir, veður og veðurspár
og eftirleitir; 2) Listir með áherslu á bóklestur og bækur, ljósmynd-
un, Benedikt á Auðnum, skáldskap, söng og tónsmíðar og hljóðfæri;
3) Að beisla náttúruna með sérumfjöllun um járnsmíðar, ljósmeti,
kolavinnslu, ljái, vatnsmyllu, eldvörslu, sundkennslu, brennisteins-
vinnslu, lýsingu og rafvæðingu; 4) Heimilisiðnaður sem tekur sér-
staklega fyrir smábandstóskap, tóvinnuvélar, jurtalitun, vefnað,
eggert þór bernharðsson220
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 220