Saga - 2010, Page 224
Á hinn bóginn eru á stundum óljósar tímasetningar í yfirlitstextun-
um og þar koma fyrir tímavísanir eins og „hér áður“, „þegar fram í
sótti“, „áður fyrr“, „var löngum“, „í gamla bændasamfélaginu“,
„um aldir“. Þá ber á því í ítartextum að eldri tími, einkum milli 1880
og 1920, sé til umfjöllunar þótt sýningin eigi að ná til 1950. Raunar
er algengt á íslenskum sögusýningum að aðallega sé fjallað um
síðustu áratugi 19. aldar og fyrstu áratugi þeirrar tuttugustu enda
virðist safnkostur víða einkum ná til þess tímabils.2 Reyndar kemur
fram í upplýsingum frá Safnahúsinu að ein meginástæðan fyrir því
að afmarka sýninguna við 1850–1950 sé sú að langflestir gripir
safnsins séu frá því tímabili. Jafnframt hafi skipt verulegu máli að
þessi eitt hundrað ár séu „lokakafli þess tímabils í íslenskri sögu
sem oft er kallað gamla bændasamfélagið, en byggðasöfn voru
stofn uð að miklu leyti til að varðveita það tímabil sögunnar. eftir
þann tíma breyttist margt, vélar komu í æ ríkari mæli við sögu í
flestum störfum auk þess sem þéttbýlið kallaði fleiri til sín. Húsavík
fékk einmitt kaupstaðarréttindi árið 1950.“3 Þannig taka efri tíma-
mörkin mið af þéttbýlisþróuninni. Árið 1950 bjuggu á Húsavík tæp-
lega 1.300 manns. Tíu árum fyrr voru íbúar í Húsavíkursókn um
1.200, langflestir í þéttbýlinu, og árið 1910 bjuggu í sókninni 860 íbú-
ar.4 Í samanburði við sveitalífið fer á sýningunni fremur lítið fyrir
þéttbýlinu sem var að þróast, sennilega vegna þess hve náttúran er
sínálæg í sveitinni. Raunar vekur athygli hve byggðasöfn í þéttbýli
hafa lítið sinnt þéttbýlisþróun á 20. öld og áhrifum byggðabreytinga
á einstök héruð.5 kannski má vænta innan tíðar sérstakrar „Húsa -
eggert þór bernharðsson224
2 Þannig var t.d. starfsfólki á Minjasafninu á Akureyri nokkur vandi á höndum
þegar það hóf undirbúning sýningar sem átti að ná frá árinu 1562 til ársins 2000
vegna þess að flestir munir safnsins eru frá tímabilinu 1860–1960, sjá Hanna
Rósa Sveinsdóttir, „Frá vettlingum til vísakorta“, 2. íslenska söguþingið. 30. maí–1.
júní 2002. Ráðstefnurit II. Ritstj. erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík: Sagn -
fræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag 2002),
bls. 97 og 99. — Sjá einnig eggert Þór Bernharðsson, „Miðlun sögu á sýn ingum.
Safna- og sýningaferð um Ísland 2002–2003“, Saga XLI:2 (2003), bls. 31–32.
3 Safni. Blað Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 30 (2010), bls. 5.
4 Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland. Ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús
S. Magnússon (Reykjavík: Hagstofa Íslands 1997), bls. 72–73.
5 Sjá eggert Þór Bernharðsson, „Borgarbylting á 20. öld. Þéttbýlisþróun og
sögusýningar“, Heimtur. Ritgerðir til heiðurs Gunnari Karlssyni sjötugum. Rit stj.
Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli kjartansson og Vésteinn Ólason (Reykjavík:
Mál og menning 2009), bls.122–135.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 224