Saga - 2010, Page 226
skriftarletur, sem er fótalaust letur, stílhreint og laust við skraut og
gerir textann auðveldan aflestrar. Í heild er því vel að verki staðið
hvað varðar texta á sýningunni og unnið með lengd texta í samræmi
við viðmið sem talin eru til fyrirmyndar í sýningagerð.6
Eins konar „wunderkammer“
Þótt yfirlits-, ítar- og munatextar séu mikilvægir á sýningunni
Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum eru það samt safngrip-
irnir sem eru þar í lykilhlutverki. Í aðalfréttum Sjónvarpsins 25. júní
var greint frá sýningunni og sagði Freyja Dögg Frímannsdóttir
fréttamaður m.a. svo frá: „Allir gripirnir á sýningunni eru í eigu
safnsins og var sýningin hönnuð í kringum þá muni sem til voru …
Safnstjórinn segist ekki vita til þess að sýning af þessu tagi hafi verið
sett upp hér á landi áður, þar sem sýndar eru saman náttúruminjar
og menningarminjar.“ Í framhaldi af þessum orðum skýrði safn-
stjórinn, Sigrún kristjánsdóttir, stuttlega meginhugmyndina að baki
framsetningunni á sýningunni: „Þetta var gert þegar fyrstu söfnin
voru að verða til, og var kallað wunderkammer eða kuriosum
kammer, þá ægði öllu þar saman — dýrum og skringilegheitum og
gripum og öllu mögulegu. Hugmyndin er örlítið sótt þaðan en aðal-
lega er samt verið að sýna gripi safnsins og í þessu samhengi maður
og náttúra.“7
Alls eru á sýningunni nærri 900 munir og augljóst að safnið á
margt góðra gripa. Með því að flétta saman ólíkum munum tekst oft
prýðilega að draga upp „svipmyndir úr hundrað ára sögu fólks sem
var í nánum tengslum við umhverfi sitt“. Þótt sýningarmunirnir séu
nokkuð margir ægir þeim ekki saman eins og oft vill verða á „gripa-
sýningum“ sem líkjast einna helst „opnum geymslum“.8 Með sam-
spili náttúrugripa og menningarminja tekst að skapa heild og veita
gestum tilfinningu fyrir hinu nána sambandi manns og náttúru, sér-
staklega á tímabilinu fram um 1920.
eggert þór bernharðsson226
6 Aurelia Bertron, Ulrich Schwarz og Claudia Frey, Designing Exhibitions. A
Compendium for Architects, Designers and Museum Professionals (Basel: Birkhäuser
2006), bls. 129. — Timothy Ambrose og Crispin Paine, Grunnatriði safnastarfs.
Fyrra hefti. Þjónusta – Sýningar – Safngripir. Þýð. Helgi M. Sigurðsson (Reykja -
vík: Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1998), bls. 107.
7 Ríkisútvarpið – Sjónvarp. Fréttir 25. júní 2010.
8 Sjá m.a. um „opnar geymslur“: eggert Þór Bernharðsson, „Miðlun sögu á
sýningum“, bls. 22–26.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 226