Saga - 2010, Page 227
Ýmsir gripir draga að sér athygli, hvort heldur sem það eru dýr,
jurtir og steinar eða heimagerðir hlutir eins og verkfæri, hannyrðir
eða listgripir. Sagðar eru smásögur í tengslum við suma muni. Um
skíðasmíði Páls Árnasonar, sem var einn helsti skíðasmiður Þing -
eyinga áratugum saman, segir meðal annars: „Páll smíðaði öll sín
skíði með handverkfærum en áður en vélar komu til var þetta erfið
vinna, því aðallega voru skíðin smíðuð úr harðviði svo sem aski, eik
og hickory. Smíðin fór þannig fram að fyrst þurfti að saga þau til og
hefla, síðan að beygja þau og var það gert með því að sjóða þau í
heitu vatni, annaðhvort í hver, eða hálftunnupotti yfir hlóðum.
Þegar þau voru orðin nógu lin voru þau sett í sérstakt mót til að fá
hæfilega beygju og vírhespa sett á hvert skíði, en að því loknu mátti
taka þau úr mótinu. Þannig var beygjan látin bíða í nokkra daga en
síðan var hún hituð yfir eldi til að þurrka hana betur og herða svo
skíðin héldu lengur beygjunum.“ Síðan er skíðapressu úr fórum
Páls lýst á gripamiða: „Notuð til að beygja í skíði. efni beyki. Lengd
á beygjuklossum 39 cm. Tveir þverklossar 36 cm langir með skrúf-
boltum úr tré, sem ganga í gegnum endana og halda þeim saman.
Á milli þeirra aðrir tveir klossar, kúptur og hvelfdur, sem skíðis-
beygjan er fest á milli og mótuð af. Þegar beygt er, er skíðaefnið
gripirnir í öndvegi
Séð inn í herbergi þar sem fjallað er um listir og m.a. lögð áhersla á bækur,
ljósmyndun, skáldskap, söng og hljóðfæri. — Ljósm. Eggert Þór Bernharðsson.
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 227