Saga - 2010, Side 230
Nú kemur margt upp í hugann. Rútur og bílar, svo mannþröngin niður
göngustíginn meðfram handriðum úr reipi, útsýnispallur, upplýsingaskilti
og minnismerki, flíspeysur, hávaði, hróp og köll, sælgæti og alls kyns vand -
ræði og dót. ekkert af þessu kemur þó í veg fyrir það sem blasir við næst:
Gullfoss, alltaf jafn ómótstæðilegur!
Hvernig var þá að vera staddur þarna í Biskupstungunum aleinn um
bjarta sumarnótt árið átjánhundruðsjötíuogeitthvað, þegar enginn fylgifisk-
ur eða afrakstur mannlegrar tilveru var að þvælast inn í sjóndeildarhring-
inn? Þótt Hannes hafi að vísu ekki haft samanburðinn held ég að svar hans
hljómi svo:
en nær fossinum en ég var kominn fór ég ekki, hafði einhvern veginn
ekki hug til þess þá að sjá hann augliti til auglitis í öllu sínu veldi. Síðar
hef ég oft komið að honum og fundizt mikið til um hann, en allt á ann-
an veg en þessa sumarnótt (48).
Þessi áhrifamikla og margræða lýsing Hannesar Þorsteinssonar er ein af fjöl-
mörgum áhugaverðum og merkilegum heimildum um náttúrusýn Íslend-
inga sem dregnar eru fram í doktorsritgerð Unnar Birnu karlsdóttur, Nátt -
úru sýn og nýting fallvatna. Um viðhorf til náttúru og vatnsaflsvirkjana á Íslandi
1900–2008. Í ritgerðinni rekur Unnur Birna á afar vandaðan og ítarlegan hátt
umræður og deilur um vatnsaflsvirkjanir á Íslandi frá fyrstu hugmyndum
manna um virkjun fallvatna og sölu á fossum á upphafsáratugum 20. aldar
til kárahnjúkavirkjunar. Ritgerðin styðst við fjöldann allan af heimildum af
ólíkum toga, sumar þeirra ókannaðar til þessa. Þá er í ritgerðinni fjallað um
viðhorf til náttúruverndar á Íslandi í tímans rás. Ritgerðin Náttúrusýn og
nýting fallvatna er í stuttu máli sagt skínandi kortlagning á því sem hefur
verið sagt um fossa og virkjun fallvatna á 20. öld, og mikilvægt framlag til
þjóðarsögu Íslendinga og þess alþjóðlega rannsóknarsviðs sem hún til heyrir.
Sem fræðileg ritsmíð fær hún auk þess þá eftirsóknarverðu einkunn að vera
skemmtileg aflestrar; ég segi ekki að ég hafi ekki getað lagt hana frá mér, en
ég las hana oft og mér leiddist svo sannarlega aldrei. Ritgerðin er vel skrif uð,
textinn er skýr og uppbygging rökleg og traust. Frágangur og heimilda-
notkun eins og lög gera ráð fyrir. Hér er ekki mikið verið að þykjast og
látast, hvorki í meginmáli né neðanmáls.
Þessi hógværa framsetning ritgerðarinnar er hins vegar líka merki um
heldur hlutlausa afstöðu höfundar gagnvart viðfangsefni sínu, og bitnar sú
afstaða víða á úrvinnslu þess efnis sem stuðst er við í þessari miklu og mik-
ilvægu rannsókn. Og hér á ég við fræðilegt hlutleysi.
Markmið og fræðileg samræða
Ritgerðin Náttúrusýn og nýting fallvatna er á sviði hugmyndasögu. Markmið
hennar má draga saman á eftirfarandi hátt: „að svara þeirri spurningu
sigrún pálsdóttir230
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 230