Saga - 2010, Page 233
en það er þessi ofuráhersla á framgang framkvæmda og atburðarás deilna
frekar en inntak þeirra sem vekur spurningar. Niðurstaða mín er því sú að
ritgerðin sé ekki beinlínis rannsókn á sviði hugmyndasögu heldur saga um
atburðarás framkvæmda og átaka. Að vísu má ráða af fyrsta kafla rit-
gerðarinnar að Unnur Birna lítur svo á að náttúrusýn birtist ekki bara í
ýmiss konar rituðu og mæltu máli heldur einmitt í atburðum og fram-
kvæmdum. Þessu er erfitt að hafna en ef mannvirki eru í þessu tilviki „texti“
er sá texti ekki meðhöndlaður í ritgerðinni líkt og svo sé. Hér er ekki sér-
staklega verið að horfa á hönnun virkjana sem tákn um náttúrusýn: virkjun
táknar hér í raun ekkert annað en afstöðu virkjunarsinnans. ennfremur og
umfram allt: ritgerðin styðst eftir sem áður við mikinn fjölda ritaðra heim-
ilda, og því er eðlilegt að ganga út frá að þær séu þungamiðja verksins og
hið eiginlega viðfangsefni þess.
en hvort sem við köllum afraksturinn hugmyndasögu eða atburða- og
framkvæmdasögu sem greinir frá viðhorfum til tiltekinna framkvæmda, þá
stendur eftir sú staðreynd í mínum huga að styrkja hefði mátt fræðilegan
grundvöll ritgerðarinnar með nálgun sem hefði þjónað markmiði hennar
mun betur. Þá niðurstöðu mína ætla ég að rökstyðja með þremur athuga-
semdum. Í fyrsta lagi: með framkvæmdir og deilur þeim tengdar sem
útgangspunkt næst ekki að vinna nægilega með tímasvið ritgerðarinnar. Í
öðru lagi: greining efnisins fer af þessum sökum víða forgörðum. Og í
þriðja lagi, þá fá hin fínni blæbrigði þessarar sögu oft ekki þann sess sem
þeim ber.
Rétt er að taka það fram að þessar athugasemdir mínar eru settar fram
á forsendum verksins og byggjast ekki á mínum eigin hugmyndum um
viðfangsefnið, þekkingu minni eða áhugasviði. Með öðrum orðum gengur
gagnrýni mín út frá heiti ritgerðarinnar, markmiði hennar og fyrst og síðast
þeim fyrirheitum sem upphaf hennar, hið aðferðafræðilega yfirlit, gefur, og
þeim áherslum sem koma fram í meginmáli hennar, t.d. í vali á atburðum
og heimildum. Ég sakna þannig hvorki atburða, manna né heimilda en held
mig við úrvinnslu og samhengi þess efnis sem hér er teflt fram.
Að vinna með tímasvið ritgerðarinnar
Þegar unnið er með efnivið sem spannar heila öld er líklega óhætt að ganga
út frá því að þessi langi tími hafi ákveðið hlutverk í rannsókninni, sé ein-
hvers konar lykill að markmiðinu. Markmiðsyfirlýsing ritgerðarinnar gefur
þetta auk þess skýrt til kynna. Sterkasti þráðurinn sem liggur í gegnum rit-
gerð Unnar Birnu er hins vegar tímaþráðurinn, og hin mörgu hugmynda-
tengsl og stef sem dúkka upp aftur og aftur í þessari löngu sögu eru sjaldn-
ast í forgrunni. Á þessu eru kannski tvær undantekningar, annars vegar
umræðan um Gullfoss og hins vegar kafli um Þjórsárver, en þá af þeirri
ástæðu að deilur þessar hanga saman í framkvæmdinni sjálfri eða svæðinu
andmæli 233
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 233