Saga - 2010, Page 235
tugnum og andstöðu flokksmanna við stóriðju í eigu erlendra auðhringja?
Umhverfismál sem pólitísk hugmyndafræði ættu því að vera hluti af hug-
myndasögulegu baksviði ritgerðarinnar því stjórnmálamenn og pólitískar
ákvarðanir þeirra eru svo stór hluti rannsóknarinnar. Slíkt hefði óneitanlega
hjálpað til við að setja orð þeirra í samhengi og ljá þeim merkingu.
Aðrir hópar sem gegna stóru hlutverki í ritgerðinni en eru ekki skil-
greindir sérstaklega eða tengdir saman með vísunum frá einni deilu til ann-
arrar eru vísindamenn og heimamenn svokallaðir. Þekking á sviði náttúru-
vísinda og verkfræði skipti auðvitað miklu um hvernig náttúrusýn Íslendinga
þróaðist, og það hefði í sjálfu sér verið gagnlegt að grafast fyrir um hvernig
þessi þekking öðlaðist smám saman gildi í augum ráðamanna og hvort
viðhorf hafi verið mismunandi til ólíkra vísindagreina. Hversu áhrifaríkir hafa
íbúar í nærsveitum framkvæmda verið í allri þessari sögu og hvaða þættir
eru það sem mótað hafa afstöðu þeirra? Í deilunni um leigu á Gullfossi virðist
sem tilfinningaleg rök hafi ráðið ferðinni, í Laxárdeilunni vógu vísindaleg rök
þungt en þó voru það búskaparhagsmunir og lagalegir þættir þeim tengdir
sem riðu baggamuninn. Afstaðan til verndunar Þjórsárvera og Norðlinga -
ölduveitu skipti heimamönnum hins vegar í tvö horn: íbúar Ása- og Djúpár -
hrepps studdu framkvæmdirnar en vestan Þjórsár í Gnúpverjahreppi sner-
ust menn gegn framkvæmdum, og er sú skýring gefin í ritgerðinni að
afstaða þeirra hafi meðal annars mótast af rökum tengdum menningu og
sögu hreppsins. Þarna eru saman komnir margir ólíkir og áhugaverðir
þættir sem tengja hefði mátt saman, og jafnframt við átök meðal íbúa
Austur lands vegna byggingar kárahnjúkavirkjunar og aukinnar áherslu á
umhverfisvernd á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma, í stað þess að eyða
mörgum blaðsíðum í að greina ítarlega frá framgangi deilunnar um virkjun
fyrir austan sem er nú þegar víða vel skráð í heimildum. Afstaða heima-
manna í tímans rás er líka áhugaverð fyrir þær sakir að hún snýst öðru
fremur um þá spurningu, sem kemur víða upp í ritgerðinni, hverjir hinir
eiginlegu hagsmunaaðilar eru þegar deilt er um framkvæmdir: íbúar nær-
liggjandi svæða, allir Íslendingar eða íbúar alls heimsins? Í tímans rás hefur
þessi þróun þó ekki endilega verið línuleg, eins og ljóst er af lestri rit-
gerðarinnar.
enn annar þráður, sem má ímynda sér að hægt hefði verið að rekja í
gegnum hið mikla tímasvið ritgerðarinnar, er orðræða og tungumál í þeim
heimildum sem ritgerðin styðst við. Hér mætti nefna hugmyndina um
„framfaratrú aldamótakynslóðarinnar“. Hugmyndin er söguleg að því leyti
að sú kynslóð, með Hannes Hafstein og einar Benediktsson í broddi fylk-
ingar, fór ekki dult með þessa trú sína, en hún er líka fræðilegt hugtak sem
við notum til þess að lýsa hugsun þessa tímabils. en hvað merkir þessi hug-
mynd í raun og veru og hvaðan er hún komin? Úr stjórn Landsvirkjunar á
7. og 8. áratugnum? Nei, hún er ekki þaðan. einar Olgeirsson vísaði til henn-
ar á 5. áratugnum, en svo mikið er víst að frá miðbiki 20. aldar hefur skáld-
andmæli 235
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 235