Saga - 2010, Page 237
til að tengja orð hans umhverfisumræðu síðustu áratuga fer forgörðum, en
mér dettur til dæmis í hug að túlka megi orð hans sem yfirlýsingu þess efnis
að verðmætasta landið í huga okkar geti rétt eins verið það land sem við
höfum aldrei augum litið. Lýsing Hannesar er að minnsta kosti gömul heim-
ild um gildi ósnortinnar náttúru, en ósnortin náttúra, eins og kemur fram í
ritgerðinni, er eitt af lykilhugtökum í umræðu um náttúruvernd samtímans.
Án túlkunar eru orð Hannesar engu að síður áhrifamikil og hafa merk-
ingu svona ein og sér. Það verður hins vegar ekki sagt um orð allra þeirra
manna og kvenna sem vitnað er til í ritgerðinni. Sumt af því sem vitnað er til
kallar beinlínis á einhverja lágmarks greiningu, til dæmis ræður og orð ýmissa
stjórnmálamanna. Í ritgerðinni virðast orð þeirra þó helst hafa það hlutverk
að flytja atburðarásina áfram, þeir eru sögumenn en ekki eiginlegt viðfangsefni
eins og markmið ritgerðarinnar kveður skýrt á um. „eins og hann orðaði
það“, „eins og hann komst að orði“, „svo vitnað sé í orð“, „eins og kom fram
í máli“, „eins og það var orðað“, „eins og hann nefndi það“ eru orðasambönd
sem gefa til kynna ákveðna afstöðu til heimildanna og eru að mínu mati of
algeng í frásögninni; úrvinnslan minnir á hefðbundna íslenska stjórnmála-
sögu frekar en doktorsritgerð á sviði hugmyndasögu. Á þessu verður hins
vegar mikil breyting undir lok ritgerðarinnar, sér í lagi í síðari hluta síðasta
kafla og í niðurstöðukafla þegar kárahnjúkastífla er komin á sinn stað og höf-
undur er loks laus undan oki atburðanna. Þá byrjar Unnur Birna loks að
vinna með efnið eins og ég hefði kosið að hún gerði. Þar fékk ég til dæmis loks
staðfestan grun minn um skáldskap aldamótakynslóðarinnar, þegar Unnur
skrifar: „Upphafning fossins í íslenskri náttúrusýn í byrjun 20. aldar skapaði
honum þess vegna enga friðhelgi í hugum manna. Ættjarðarrómantísk upp-
hafning á fossunum fyrir fegurð og mikilfengleika þeirra var fyrst og síðast
skrautmál og listræn glíma við að fanga landslagið með verkfærum tungu-
málsins, þ.e. orðunum, án þess að í því fælist hvöt til að vernda þá“ (231–232).
Þetta finnst mér áhugaverð túlkun og niðurstaða en þó hefði ég frekar viljað sjá
hana í formi spurningar eða tilgátu í meginmáli ritgerðarinnar, því þótt hún
hljómi sennileg þá finnst mér einmitt ritgerðin ekki skýra nægilega vel hvað
bjó raunverulega að baki þeim friðunarsjónarmiðum sem komu fram á Íslandi
á fyrstu áratugum 20. aldar, eins og ég mun víkja að næst.
Hin fínni blæbrigði sögunnar
Síðasta athugasemd mín, sem styðja á þá niðurstöðu að annars konar nálg-
un hefði hentað viðfangsefni ritgerðar Unnar Birnu betur, varðar hin fínni
blæbrigði sögunnar og þann sess sem þau fá í myndinni af náttúrusýn
Íslendinga. krónólógísk atburða- og framkvæmdasaga gerir ríkar kröfur um
stórar línur, tímamót og gangverk eða takt í frásögninni sem rúmar ekki svo
auðveldlega frávik. Í ritgerðinni eru dæmi um að vægi og mikilvægi heim-
ilda ráðist fyrst og fremst af atburðarás framkvæmdasögunnar, og er hér
andmæli 237
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 237