Saga - 2010, Page 241
Agnes Arnórsdóttir, PROPeRTy AND VIRGINITy. THe CHRISTI-
ANIZATION OF MARRIAGe IN MeDIeVAL ICeLAND 1200–1600.
Aarhus University Press. Árósum 2010. 533 blaðsíður. Myndir, kort,
nafnaskrá.
Doktorsritgerð Agnesar Arnórsdóttur fjallar um hjónabandið á tímabilinu
1200–1600, á Íslandi fyrst og fremst en með alþjóðlegum samanburði svo
sem vera ber. ekki eru í bókinni safaríkar frásagnir af uppátækjum fólks
heldur er lýst kerfi athafna og hugmynda sem Agnes telur að hafi orðið til
á þrettándu öld og mótast á þeim næstu. Þróunina kallar hún „kristnun
hjónabands“ — á ensku christianization of marriage. Meginatriði í röksemda-
færslunni er að kirkjuréttur (e. canon law) hafi ráðið för í þessu ferli, en áður
(þrátt fyrir kristnitöku) hafi ævafornar hefðir munnlegs samkomulag ætta á
grunni hagsmuna stýrt því hverjir giftust hverjum. kristnun hjónabandsins
fylgdu grundvallarbreytingar á öllum sviðum íslensks samfélags, fullyrðir
Agnes, sem þó leggur mesta áherslu á innri skipan hjónabandsins, ef svo má
að orði komast, allt frá athöfninni sjálfri yfir í eignaskipan hjóna, erfðaregl-
ur og jafnvel merkingu fyrirbærisins í samfélaginu og í hugum eiginkvenna
og eiginmanna. Markmið sitt orðar Agnes svo í upphafi: „The Church’s
influence will thus be the principal subject of this study, which aims to
examine its effects on Icelandic marriage practice and theory“ (22; sbr. 67).
Á þessu hnykkir hún í bókarlok með nákvæmara orðalagi: „The Christi -
anization of marriage in Iceland during the Middle Ages was not only a
change that had great meaning for the institution as such, it also had a great
effect on the social and political structure“ (435).
Agnes greinir þrjú stig þróunar í þessum efnum og hófst hið fyrsta
þegar Þorlákur biskup Þórhallsson freistaði þess í lok tólftu aldar að telja
höfðingja á að kvænast í stað þess að halda hjákonur. Næsta stig sér hún í
kristinna laga þætti Grágásar og kristinrétti Árna biskups Þorlákssonar sem
formfestu óskir kirkjunnar, einkum um gagnkvæmt samþykki hjónaefna.
Þriðja stigið var þegar Íslendingar svo sem almennt meðtóku þessar hug-
myndir — nokkuð sem Agnes á ensku kallar internalization of Christian norms
(23). Tvö síðari stigin eru tekin fyrir í þessari bók og flest tiltæk rituð gögn
nýtt, þó með höfuðáherslu á löggjöf annars vegar og kaupmála hjóna hins
vegar. Í skrá aftast getur að líta nærri því tvö hundruð slíka gjörninga frá
R I T D Ó M A R
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 241