Saga - 2010, Page 243
eignum sem konur þeirra komu með í búið (320, 388). Þessir kaflar í heild
(númer 9–11) eru merkilegt framlag til vanræktrar sögu síðmiðalda á Íslandi
og að minni hyggju langbestu hlutar bókarinnar. Rannsókn á kaupmálum
er vönduð og þeir eru settir í áhugavert samhengi, jafnt pólitískt sem félags-
legt og hugmyndalegt. Þó hefði ég viljað sjá betri útskýringu á kerfi erfða í
samhengi við eignaskiptingu hjóna (156–58, 167, 183, 308, 337, 346, 407, 411).
Hvað þýddi til dæmis sú breyting Jónsbókar (að norskri fyrirmynd) að dótt-
ir fékk helming arfs eftir foreldra á móti syni, en var ekki aftar í röðinni en
hann eins og hafði verið í Grágás og Járnsíðu? Hvernig tengdist úthlutun
fjár til dætra og sona við giftingu væntanlegum arfahlut þeirra? eins verður
að geta þess að rangur útreikningur hundraða truflar umfjöllun um þessi
atriði, því gert er ráð fyrir því að eitt hundrað hundraða sé 100 hundruð en
ekki 120 eins og á að vera (256, 308, 316).
Á heildina litið er fullmikið gert úr áhrifum kirkjunnar og Agnesi hætt-
ir til að eigna henni allar breytingar, til dæmis þá að konur hafi á 15. öld í
vaxandi mæli tekið þátt í mótun samninga um eignir (385), en líka þá að
eignadreifing hafi með tímanum orðið karllægari (407). Þessi áhersla kann
að ráðast af yfirskipuðu markmiði bókarinnar, þar sem kirkjan er fyrir
miðju, en í þessum tilvikum (og víðar) hefði mátt huga að öðrum skýring-
arkostum líka. Hér ráða fyrirframgefnar hugmyndir of miklu og Agnes
„hlustar“ ekki alltaf nógu vel á heimildirnar. Sama gildir þegar litið er til
ofuráherslu hennar á breytingar, sem hún sér í hverju skúmaskoti; til dæm-
is kemur orðið „change“ sex sinnum fyrir í jafnmörgum línum á einum stað
í samantekt (440) og sextán sinnum á þremur blaðsíðum í inngangi (23–25).
Allt er „new“ (92, 93, 101, 243) og breytingar ýmist „great“ eða „radical“
(meðal annars 73, 74, 79, 101, 302, 325, 377). Mest af þessu voru þó engar
breytingar, heldur miklu frekar valkostir sem voru fyrir hendi allt tímabilið,
svo sem tenging erfðadeilna við hjúskaparbrot (155) eða það hverjir skrifuðu
og vottuðu kaupmála (259). Agnesi hættir að sama skapi til að draga of
víðtækar ályktanir af einstökum dæmum; það að dæmi frá 1560 er ólíkt
dæmi frá 1420 þýðir ekki endilega þróun, til dæmis í samskiptum eigin-
kvenna við ættingja sína (395).
Aðrar ályktanir hefðu batnað við hærra nýtingarhlutfall á fyrirliggjandi
fræðimennsku. Grein Helgu kress um skriftamál Ólafar ríku í Nýrri sögu
árið 1999 er til dæmis ekki notuð og fyrir vikið lætur Agnes það eftir sér að
líta á textann sem vitnisburð um viðhorf kvenna (204–205). Umfjöllun
Ármanns Snævarr um hjúskapartálma í afmælisriti Ólafs Lárussonar árið
1955 hefði komið sér vel í umræðu um forboðna liði (180–83) og gagn hefði
verið að útgáfu Jónsbókar frá 2004, þar sem birt er sú gerð hennar sem varð
til um miðja fjórtándu öld eftir að helstu réttarbætur konunga höfðu verið
felldar inn í textann. Þær breytingar virðist Agnes ekki þekkja (103–104) og
útgáfan er ekki í ritaskránni. Þá er flest af því sem sagt er um Stóradóm frá
1564 hreinlega rangt. Agnes blandar honum saman við stofnun yfirdóms
ritdómar 243
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 243