Saga - 2010, Síða 245
Hrauni og komst undan með ævintýralegum hætti. Hann var oft heimilis-
laus en tilraun hans til að lifa fjölskyldulífi og stunda búskap í Hrútafirði
varð endaslepp. Lífshlaup Vernharðs var annars skrykkjótt og stutt. Það
markaðist af ævintýraþrá, drykkjuskap, sjómennsku, smáglæpum og til-
raunum samfélagsins til að stýra honum með löngum armi laganna.
Greinilegt er höfundur hefur þurft að leita víða fanga til að geta skrifað
þessa bók. Heimildir um utangarðsfólk eru ekki þess eðlis að höfundar geti
gengið að þeim í vel skipulögðum einkaskjalasöfnum. Reyndar mætti segja
um Vernharð að umfangsmeiri heimildir séu væntanlega til um hann en
flesta aðra utangarðsmenn sem komust í kast við lögin. Vernharður skrifaði
nefnilega mikið, birti greinar í blöðum og gaf einnig út bækur, oftast undir
skáldanafninu Dagur Austan, nafninu sem fær að óma í aðaltitli þessarar
nýju bókar. Þekktasta verk hans er „Því dæmist rétt vera.“ Í átján mánuði sam-
fleytt sat ég sem auðmjúkt, vesælt hræ (1936). Að sjálfsögðu nýtir höfundur þá
bók og aðra texta eftir Vernharð í sögu sína en hann notar einnig dagblöðin
mikið, minningarrit, dómskjöl (t.d. dómabækur Héraðsdóms Reykjavíkur)
og fangabækur tukthúsanna (einkum Hegningarhússins í Reykjavík), auk
þess sem hann hefur tekið viðtöl við fólk sem þekkti til söguhetjunnar.
einnig þurfti höfundur að leita heimilda utan landsteinanna. Að lokum má
geta þess að ljósmyndir bókarinnar auka heimildargildi hennar en svo
virðist sem ekki hafi þó varðveist myndir af því sem var mest æsandi í lífi
söguhetjunnar.
Fræðilega séð er verkið vel unnið. Heimildirnar eru fjölbreyttar, eins og
áður sagði, og stundum fá lesendur að taka þátt í því að vega og meta
áreiðan leik þeirra. Það gildir t.d. um spurninguna hvert hafi verið hlutverk
söguhetjunnar í borgarastyrjöldinni á Spáni á fjórða áratugnum. Höfundur
bendir á að sumir þeirra er skrifað hafa um þátttöku Íslendinga í baráttu-
sveitum lýðveldissinna í borgarastyrjöldinni hafi talið að þeir krassandi
atburðir, sem Vernharður lýsir í bók sinni Íslenskur ævintýramaður í styrjöld-
inni á Spáni (1938), séu hreinn skáldskapur. Höfundur sýnir hins vegar fram
á að margt af því sem Vernharður lýsir í bók sinni frá spænsku borginni
Valencia falli ágætlega að grimmilegum aðstæðum þar í styrjöldinni; bók
Vernharðs sé greinilega skrifuð af „staðkunnugum sögumanni“ og einn
helsti styrkleiki hennar sé sá að höfundur lagi „frásögnina ekki að hags-
munum stjórnmálaumræðu síns samtíma …“ (bls. 51). Þótt Vernharður hafi
verið vinstrisinnaður þá dansi hann ekki eftir neinum flokkslínum. Hér eins
og í öðrum aðstæðum fór hann sínar eigin leiðir.
Ritið er einnig að nokkru leyti aldarfarslýsing því að það leiðir í ljós,
stundum með hnyttilegum tilvitnunum, hvernig Vernharður eggertsson
varð fórnarlamb tíðarandans. Hér er t.a.m. átt við þá lensku, sem nú er að
mestu liðin undir lok, að hneppa menn í varðhald fyrir ölvun á almannafæri
og jafnvel dæma til langrar fangelsisvistar fyrir smáþjófnaði. Lesendur fá
einnig að kynnast því viðhorfi Vernharðs að íslenskt réttarkerfi hafi beinlín-
ritdómar 245
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 245