Saga - 2010, Page 251
umhverfisverndarfólk létu til sín taka. Aðalfundurinn var vel sótt-
ur.
Tólf stjórnarfundir hafa verið haldnir á starfsárinu og tóku vara-
menn að vanda þátt í þeim. Þetta eru fleiri fundir en venjulega enda
við mörg vandamál að glíma, annað ár eftir hrun.
Um útgáfumál Sögufélags: Tímarit Sögufélags, Saga, fremsta fag-
tímarit íslenskra sagnfræðinga kom út í tveimur heftum, að vori og
hausti, undir metnaðarfullri ritstjórn Sigrúnar Pálsdóttur. Athyglis -
verð nýjung er Spurning Sögu þar sem sérfræðingar svara spurning-
um sem brenna á fólki. Stjórnmálamenn voru fyrst spurðir um „Sjálf -
sköpun sögulegrar arfleiðar“. „Hvaða lærdóm má draga af hagþróun
og hagstjórn á Íslandi á 20. öld?“ var spurningin í haustheftinu 2009
og í vorheftinu 2010 var spurt „Hverjar eru sögulegar rætur 26.
greinar íslensku stjórnarskrárinnar?“ Það er gaman og fróðlegt að
lesa ólík svör og nálganir og hafa fjölmiðlar sýnt þessu sérstakan
áhuga. Í ritnefnd Sögu eiga sæti sagnfræðingarnir Davíð Ólafsson,
Már Jónsson, Páll Björnsson, Ragnheiður kristjánsdóttir og Sveinn
Agnarsson. Ritstjórinn hannar sjálfur kápurnar (enda verð launahafi
á því sviði) og eru þær nýstárlegar, smekklegar og vekja athygli.
Útgáfan á liðnu stjórnarári var ekki sérstaklega blómleg en þó
mun skárri en árið þar á undan þegar ekkert kom út nema tvö hefti
Sögu. Á þessu ári tókst þrátt fyrir allt að koma út enn einu smáriti,
Ferðadagbækur Magnúsar Stephensen frá 1799 og 1807–1808, í útgáfu
undirritaðrar og séra Þóris Stephensen. Í vor kom í ljós að öndveg-
isrit Helga Skúla kjartanssonar, Ísland á 20. öld, var uppselt og bóka-
verslanir farnar að kvarta. Jafnframt vill Ragnheiður kristjánsdóttir,
aðjunkt í sagnfræði, nota bókina við Íslandssögukennslu við Há -
skóla Íslands þar sem fleiri en 100 nemendur stunda nú nám á fyrsta
ári. Bókin var á sínum tíma tilnefnd til bókmenntaverðlauna og var
prentuð í tvígang. Var því ráðist í að vinna aðra útgáfu í sumar og
voru ýmsar lagfæringar gerðar og bætt við bókum í heimildaskrá —
þeim bókum um 20. öldina sem hafa komið út síðan 2002, þegar
bókin kom fyrst út. Þetta var félaginu mjög dýrt — allur prent-
kostnaður hefur tvöfaldast og kostaði hvert bindi 5.000 kr. (upplagið
var 500) frá prentsmiðju. Þrátt fyrir það telur stjórnin brýnt að ritið sé
á boðstólum — einkum á meðan ekkert annað rit keppir við það.
Á næsta ári er hins vegar fyrirhuguð mikil útgáfa með fyrirvara
um fjárhag félagsins. Í ritröðinni Smárit Sögufélags er næst á útgáfu-
dagskránni Bréfasafn Gríms Thomsen og Brynjólfs Péturssonar. Hjalti
Snær Ægisson bókmenntafræðingur sér um útgáfuna. Á vegum
af aðalfundi sögufélags 2010 251
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 251