Saga - 2010, Blaðsíða 252
Sögufélags og Þjóðskjalasafns Íslands er um þessar mundir unnið að
útgáfu á Acta yfirréttarins og extralögþinganna, sem Björk Ingi mundar -
dóttir sagnfræðingur og skjalavörður vinnur að með aðstoð Gísla
Baldurs Róbertssonar. Samkomulag við Alþingi um að ráðast í
útgáfuna var undirritað árið 2001. er ljóst að þetta verður fjölbinda-
verk og er hugsað sem framhald af útgáfu Alþingisbóka Íslands.
Fyrstu tvö bindin eru því sem næst tilbúin til útgáfu. Gengum við
Hrefna Róberts dóttir og Björk Ingimundardóttir á fund forseta
Alþingis, Ástu Ragn heiðar Jóhannesdóttur, í janúar síðastliðnum til
að ræða út gáfu málin. Var forseta alþingis bent á að það væri viðeig-
andi að fyrsta bindið kæmi út á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar
árið 2011, enda sjálfstæðishetjan ekki síst þekkt fyrir útgáfur skjala
sem varða sögu Íslands. Sýndi Ásta Ragnheiður útgáfunni mikinn
áhuga, en þegar þetta er skrifað (10. nóvember) bíðum við enn eftir
viðbrögð um Alþingis, sem mun kosta útgáfuna.
Nú skulum við snúa okkur að gleðifréttum. Afmælisnefnd Jóns
Sigurðssonar ákvað að leggja sjö milljónir króna í bók um Jón
Sigurðsson. Hún valdi bók Páls Björnssonar sem ber vinnuheitið Jón
Sigurðsson forseti: Samband þjóðar og hetju í 200 ár, 1811–2011. Páll
mátti síðan velja forlagið. Hann valdi Sögufélag. Stefnt er að því að
bókin komi út í maí og verður hún 300–400 hundruð síður að lengd,
ríkulega myndskreytt og glæsileg í hvívetna. Stjórn Sögufélags skip -
aði þriggja manna nefnd Páli til aðstoðar. Í henni sitja sagn fræð -
ingarnir Guðmundur Hálfdanarson og Sigurður Gylfi Magnús son
auk Jóns karls Helgasonar bókmenntafræðings.
Annað sem gerðist nýverið var að Styrktarsjóður Spron kom að
máli við félagið og spurði hvort við gætum séð um að saga bankans
yrði skráð frá upphafi til endaloka. Stjórnin tók vel í það. Við réðum
höfund, Árna Haukdal kristjánsson, og einn stjórnarmaður, Sigurð -
ur Gylfi Magnússon, ritstýrir verkinu. Samkvæmt samningi kemur
bókin út innan tveggja ára. Sögufélag fær síðan sína þóknun eða
styrk fyrir vikið. Önnur samtök komu fyrir stuttu með svipaða fyrir -
spurn og eru nú að safna fé til verksins. Slík söguritun fyrir aðra er
þjónusta sem Sögufélag veitir — og við tryggjum gæðin.
Féleysið hefur valdið því að við höfum ekki getað farið í útgáfu á
þeim verkum sem bíða. Már Jónsson prófessor er nánast tilbúinn
með tvö verk sem hann hefur umsjón með. Annars vegar er fimmta
ritið í Safni Sögufélags: Johann Anderson, Nachrichten von Island, sem
kom út í Hamborg 1746, sem Már er nú að þýða og skrifa skýringar
við. Það hefur aldrei komið út í heild sinni. Þetta ku vera mest krass-
af aðalfundi sögufélags 2010252
Saga haust 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 8.12.2010 11:06 Page 252