Jökull - 01.01.2013, Side 118
Data report
Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995,
1995–2011 og 2011–2012
Oddur Sigurðsson
Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, 150 Reykjavík; oddur@vedur.is
YFIRLIT — Jöklaárið 2011–2012 (október til september) var 17. árið í röð vel yfir meðalhita áranna 1961–
1990 sem jafnan er miðað við. Úrkoma vetrarins var langt yfir meðallag sunnan- og vestanlands. Sumarið var
hið næstsvalasta á öldinni á eftir 2005. Hins vegar var það hið sólríkasta sem hefur mælst svo að vænta má að
það hafi tekið toll af jöklum. Haustið lagðist að með áhlaupi norðanlands þann 10. september með fannfergi,
umtalsverðu fjártjóni og skemmdum á raflínum.
Athugasemdir og viðaukar
Ófært var til mælinga á 8 stöðum vegna vatns, aurs eða
snævar og átti þar hausthretið á Norðurlandi drjúgan
hlut að máli. Á 33 stöðum telst jökulsporðurinn hafa
styst en gengið fram á þrem stöðum og þar er Heina-
bergsjökull enn á ferðinni og veldur það óreglu en það
var annað árið í röð eini sporðurinn sem gekk fram.
Snæfellsjökull
Hyrningsjökull – Talsverður snjór var enn á jöklinum
frá síðast liðnum vetri og skaflar í lautum við jökulinn.
Drangajökull
Kaldalónsjökull – Frá Skjaldfönn barst svolátandi
pistill ritaður 11. nóvember 2012: „Árferði frá því
að síðasti annáll var ritaður hefur verið þokkalegt, þó
tvær vondar hríðar í nóvember í fyrra. Desember var
veðurvægur og hlýr, janúar sömuleiðis, sérstaklega
síðari hlutinn. Febrúar ágætur og í mars ríkjandi út-
synningur, sem er hér að vetri kjörveðrátta.
Apríl góður og hægt hlýnandi, veturinn afar snjó-
léttur. Maí góður nema leiðindahret 13.–14. Drápust
þá fuglar og varp misfórst eitthvað.
Júní hlýr og þurr og hægt að sleppa lambám í út-
haga í kring um 10., en júlí allt of þurr og skaðbrunnu
tún og fór ekki að rigna fyrr en 20. ágúst.
Haustið til veturnótta afar veðurgott og við Vest-
firðingar sluppum við allar fjárdrápshríðar. Skjald-
fönn hélt velli til 21. september. Heyfengur hörmu-
lega lítill, en góður það sem fékkst. Dilkar afar vænir,
lambahöld og heimtur með ágætum.
Berjaspretta með fádæmum, aðalbláber sums
staðar vel þroskuð í júlílok og skemmdust ekki af
frosti fyrr en 12. september. Í annál frá 2009 greindi
ég frá að hagamýs hafi verið nær aldauða hér 2007, en
séu að sækja í sig veðrið aftur. Nú er áberandi músa-
þurrð, hvað sem veldur. Mófuglar halda hér velli enn,
kríuvarp færist í aukana, fálki sést ekki, rjúpan er í
djúpri lægð en norðantófan fer hér mikinn á hverju
hausti.“
Reykjarfjarðarjökull – Þröstur Jóhannesson lýsir
skíðaferð við annan mann úr Kaldalóni, yfir Dranga-
jökul og í Reykjarfjörð 12. ágúst og til baka 14. ágúst.
Þurfti að krækja fyrir jökulsprungur upp af Þaralát-
ursfirði. Grjótruðningur við sporð Reykjarfjarðarjök-
uls frá í fyrra er nú laus frá. „Sumarið hefur verið
með eindæmum gott á Ströndum. Bjart, þurrt og lítill
vindur. Reyndar svo þurrt að ár og lækir aðrar en jök-
ulár náðu vart til sjávar. Allar mýrar í Reykjarfirði var
hægt að ganga á inniskóm án þessa að blotna. Ekkert
rigndi fyrr en 21. og 22. júlí en þá hellirigndi. Norð-
austan garð gerði í nokkra daga, sjórinn hlóð sandin-
118 JÖKULL No. 63, 2013