Jökull


Jökull - 01.01.2013, Síða 118

Jökull - 01.01.2013, Síða 118
Data report Jöklabreytingar 1930–1970, 1970–1995, 1995–2011 og 2011–2012 Oddur Sigurðsson Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, 150 Reykjavík; oddur@vedur.is YFIRLIT — Jöklaárið 2011–2012 (október til september) var 17. árið í röð vel yfir meðalhita áranna 1961– 1990 sem jafnan er miðað við. Úrkoma vetrarins var langt yfir meðallag sunnan- og vestanlands. Sumarið var hið næstsvalasta á öldinni á eftir 2005. Hins vegar var það hið sólríkasta sem hefur mælst svo að vænta má að það hafi tekið toll af jöklum. Haustið lagðist að með áhlaupi norðanlands þann 10. september með fannfergi, umtalsverðu fjártjóni og skemmdum á raflínum. Athugasemdir og viðaukar Ófært var til mælinga á 8 stöðum vegna vatns, aurs eða snævar og átti þar hausthretið á Norðurlandi drjúgan hlut að máli. Á 33 stöðum telst jökulsporðurinn hafa styst en gengið fram á þrem stöðum og þar er Heina- bergsjökull enn á ferðinni og veldur það óreglu en það var annað árið í röð eini sporðurinn sem gekk fram. Snæfellsjökull Hyrningsjökull – Talsverður snjór var enn á jöklinum frá síðast liðnum vetri og skaflar í lautum við jökulinn. Drangajökull Kaldalónsjökull – Frá Skjaldfönn barst svolátandi pistill ritaður 11. nóvember 2012: „Árferði frá því að síðasti annáll var ritaður hefur verið þokkalegt, þó tvær vondar hríðar í nóvember í fyrra. Desember var veðurvægur og hlýr, janúar sömuleiðis, sérstaklega síðari hlutinn. Febrúar ágætur og í mars ríkjandi út- synningur, sem er hér að vetri kjörveðrátta. Apríl góður og hægt hlýnandi, veturinn afar snjó- léttur. Maí góður nema leiðindahret 13.–14. Drápust þá fuglar og varp misfórst eitthvað. Júní hlýr og þurr og hægt að sleppa lambám í út- haga í kring um 10., en júlí allt of þurr og skaðbrunnu tún og fór ekki að rigna fyrr en 20. ágúst. Haustið til veturnótta afar veðurgott og við Vest- firðingar sluppum við allar fjárdrápshríðar. Skjald- fönn hélt velli til 21. september. Heyfengur hörmu- lega lítill, en góður það sem fékkst. Dilkar afar vænir, lambahöld og heimtur með ágætum. Berjaspretta með fádæmum, aðalbláber sums staðar vel þroskuð í júlílok og skemmdust ekki af frosti fyrr en 12. september. Í annál frá 2009 greindi ég frá að hagamýs hafi verið nær aldauða hér 2007, en séu að sækja í sig veðrið aftur. Nú er áberandi músa- þurrð, hvað sem veldur. Mófuglar halda hér velli enn, kríuvarp færist í aukana, fálki sést ekki, rjúpan er í djúpri lægð en norðantófan fer hér mikinn á hverju hausti.“ Reykjarfjarðarjökull – Þröstur Jóhannesson lýsir skíðaferð við annan mann úr Kaldalóni, yfir Dranga- jökul og í Reykjarfjörð 12. ágúst og til baka 14. ágúst. Þurfti að krækja fyrir jökulsprungur upp af Þaralát- ursfirði. Grjótruðningur við sporð Reykjarfjarðarjök- uls frá í fyrra er nú laus frá. „Sumarið hefur verið með eindæmum gott á Ströndum. Bjart, þurrt og lítill vindur. Reyndar svo þurrt að ár og lækir aðrar en jök- ulár náðu vart til sjávar. Allar mýrar í Reykjarfirði var hægt að ganga á inniskóm án þessa að blotna. Ekkert rigndi fyrr en 21. og 22. júlí en þá hellirigndi. Norð- austan garð gerði í nokkra daga, sjórinn hlóð sandin- 118 JÖKULL No. 63, 2013
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.