Jökull


Jökull - 01.01.2013, Side 127

Jökull - 01.01.2013, Side 127
Skíðaganga vorið 1986 uðum. Seinasta hálftímann kvöldið áður höfðum við raunar gengið í þessa stefnu og komist að raun um að ekki hallaði undan í þá átt. Þetta renndi stoðum undir það að við værum komnir yfir Breiðubungu og leið okkar lægi nú suðvestur með henni. Þá sjaldan að rofaði eilítið gegnum snækófið, sáum við örla á hlið- arhalla niður til norðvesturs og hjarnbungu til vinstri við okkur. Við komumst af stað kl. 7:50 eftir að við höfðum gengið til álfreka undir skjólveggnum góða, svona góð mannvirki varð auðvitað að nýta til fulln- ustu. Fram eftir deginum gekk á með hvössum éljum og skyggni oftast minna en 50 m., en bót var þó í máli að við höfðum vindinn í bakið. Um kl. 13 tók loks að halla undan til suðvesturs og stuttu seinna settum við upp segl og sigldum við meira og minna undan brekkunni, þar til við sáum grilla í svart hamraþil, sem reyndist vera syðsti hluti Austurbjarga. Siglingarfræði Magnúsar lét ekki að sér hæða! Er þarna var komið lyngdi, og færið versnaði til muna enda orðið frost- laust. Upprof það sem varð kl. 16 er við sáum fyrst til Austurbjarga stóð stutt, og sáum við þau ekki aftur fyrr en við áttum eftir tæpa 3 km. til þeirra. Að suð- urenda Austurbjarga komum við kl. 19 og þar áðum í hálftíma til að næra okkur. Þegar við fórum af skíðun- um sukkum við í mið læri, svo var snjórinn viðstöðu- lítill, blautur og kramur. Þessi blauti snjór klesstist mjög undir skíðin, og urðum við því að smyrja þau í samræmi við það áður en lagt var af stað aftur. Var nú tekin stefna á Skálabjörg, 198◦ réttvísandi og enn gengið eftir áttavita, því nú lagðist yfir dimm þoka svo ekki sá lengra en 30 til 40 m. Við skiftumst á að ganga fyrir og troða, eins og jafnan áður í dimm- viðri og þungu færi. Er við höfðum farið um helming leiðarinnar milli Austurbjarga og Skálabjarga rofaði verulega til og frysti dálítið aftur. Þegar Skálabjörg birtust tókum við stefnu á Skálakamb, en undir hon- um hafði gamli bragginn staðið áður en hann fauk fyr- ir nokkrum árum. Er nær dró, ákváðum við að sneiða upp brekkuna suðaustur af Lyngbrekkutindi, heldur en krækja suðurfyrir, og koma þannig beint að Esjufjalla- skálanum nýja. Settum við nú „öndur“ undir skíð- in því brekkan var mjög brött, mun brattari en mig minnti. (Öndur eru ræmur af hreindýraskinni sem ól- aðar eru undir skíði til að fá betri spyrnu í bratta eða hörðu færi). Er við lögðum í brekkuna hvessti mikið og skóf, þannig að þetta varð ekki nein sældarganga. En upp komumst við og sáum þá að skálinn var tölu- vert fyrir neðan okkur. Var nú rennt niður að honum án þess að taka öndur undan skíðum, enda var brekk- an brött. Er við komum að skálanum kl. rúmlega 22 var brostið á stólparok og kæfði snjóinn ofan af Lyng- brekkutindi svo varla sá út úr augum. Þegar niður kom tókum við það til bragðs að fjarlægja dráttarstengur af sleðunum og koma þeim inn í skála. Meðan á þessu stóð, urðum við hundblautir í kófinu en farangur allur komst þurr inn í hús. Mikið hafði fennt inn í and- dyrið í öllum atganginum og stóð Leifur í ströngu við að moka út og skafa snjó úr fölsum svo hægt væri að loka, meðan við Magnús undirbjuggum heitt te og tókum upp farangur. Þennan dag höfðum við verið fjórtán klukkutíma á ferð og lagt að baki um 40 km. Það voru því þreyttir menn sem sötruðu dísætt sítrónu- te skömmu fyrir miðnætti, áður en þeir lögðust fyrir í þægilegum kojum nýja skálans. Fyrsti maí, hátíðisdagur okkar verkamanna, gekk í garð með sama leiðindaveðrinu. Hvassviðri var enn af suðaustri um morguninn með snjókomu og skafrenn- ingi en lægði og hlýnaði er á daginn leið. Skyggni var mjög lítið, þó sáum við grilla í Vesturbjörg nokkrum sinnum seinni partinn. Við ákváðum að halda kyrru fyrir þennan dag en fara niður á Breiðamerkursand í bítið morguninn eftir. Gott var að hvíla lúin bein og þreytta limi eftir átök síðustu tvo daga, og hafast ekk- ert að annað en éta og drekka. Við heyrðum í flugvél skömmu fyrir hádegi og reyndum að ná sambandi við hana til að láta vita af okkur en tókst ekki, því talstöð- in var að verða rafmagnslaus. Okkur grunaði að þar hafi Ingvar Valdimarson verið á ferð eins og um var talað, en hann var þá flugmaður hjá Flugmálasjórn. Morguninn eftir hafði veðrið gengið niður en skyggni var lítið. Fórum á fætur kl. 4, tókum til búnað okkar og þrifum húsið og lögðum af stað til byggða kl. 7. Svo var færðin slæm og fannfergið mikið að það tók um eina klukkustund að komast niður brekk- una frá skálanum niður á jökul. Skyggni var það lítið að gengið var eftir áttavita, sem fyrr í þessari ferð, og stefna tekin á Mávabyggðarönd við jökuljaðar. Um kl. 9:30 komum við að illfæru sprungukerfi sem ég áleit vera sprunguhaus norðaustur af Káraskeri. Geng- um því til suðausturs um hálfa klukkustund en tók- JÖKULL No. 63, 2013 127
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.