Jökull


Jökull - 01.01.2013, Side 128

Jökull - 01.01.2013, Side 128
Halldór Ólafsson Á leið niður Breiðamerkurjökul, Breiðamerkurfjall, Fjallsjökull og Öræfajökull í baksýn. – At Breiðamerkur- jökull, view towards Breiðamerkurfjall, Fjallsjökull and Öræfajökull. Ljósmynd/Photo: Leifur Jónsson. um síðan aftur sömu stefnu og losnuðum þannig við þær ógöngur. Rétt fyrir kl. 11 birti loksins svo sá til fjalla og skömmu seinna tók blessuð sólin að skína. Þá kom í ljós að við vorum auðvitað á hárréttu róli. Við höfðum snjó þar til komið var suður að Máva- byggðarönd en þá tók við gróft hjarn. Tæpum kíló- metra frá jökulrönd tókum við af okkur skíðin enda var þar kominn glæra ís. Þótt jökullinn væri sléttur þarna, var hann mjög brattur svo erfitt var að fóta sig niður af honum. Við höfðum fast land undir fótum kl. 14:15 og fengum þá yfir okkur regnskúr sem virtist halda til þarna á Breiðamerkursandi. Sleðana og skíð- in skildum við eftir við jökuljaðar en gengum síðan lausbeislaðir til Breiðárskála. Þar var fyrir hollenskur fuglaskoðari með son sinn 10 ára og voru þeir feðgar á vegum Ævars Petersen hjá Náttúrufræðistofnun. Eftir nokkur vinsamleg orðaskifti héldum við niður á veg, og höfðum ekki gengið lengi er bar að bíl með skóla- börn, og ók hann okkur til Kvískerja. Þau systkini, Guðrún, Flosi, Helgi, Ari og Hálfdán, tóku vel á móti okkur þó flest væru nýstigin upp úr flensu og naut ég vafalaus fyrri kynna af því góða fólki. Við hringd- um í bæinn og létum vita um ferðir okkar, og talað- ist svo til við félagana í Flugbjörgunarsveitinni, að við yrðum sóttir upp úr hádegi daginn eftir. Dvöld- um á Kvískerjum í góðu yfirlæti til kl. 22 enda þurfti að spjalla við heimafólk um ferðalag okkar og ýmis áhugasvið þeirra bræðra. Þarna fórum við í þurr föt sem við höfðum tekið með úr pússi okkar, enda orðið hundblautir á leiðinni frá jökli niður á veg. Hálfdán ók okkur svo til baka að Breiðá og er þangað kom, fór ég með honum upp að jökli að sækja sleðana og skíðin. Kvöddum nú Hálfdán með virktum og vorum komnir í ból kl. 23. Oft höfðum við félagar fengið rysjótt veður á ferð- um okkar og einnig oft góðviðri, en aldrei fyrr á tíu daga gönguferð, fengið aðeins tvo daga þar sem skyggni var meira en 100 m. En ánægjuleg og minn- isstæð var þessi ferð okkur samt. Flugbjörgunarsveit- arbíllinn kom ekki fyrr en kl. 14:30 og sátum við í sólinni fyrir utan Breiðárbragga þangað til og þurk- uðum það sem blottnað hafði. Nú var sem sé kom- ið besta veðrið sem við höfum fengið í allri ferðinni. Hörmuðum við það eitt að hafa ekki fengið svona veð- ur er við vorum austur við Goðahnúka. Þegar bíllinn kom, vorum við snöggir að hlaða á hann búnaðinum og svo hófst mikil hraðferð til Reykjavíkur, en við renndum í hlað heima hjá Magnúsi fjórum og hálfum tíma seinna. 128 JÖKULL No. 63, 2013
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.