Jökull - 01.01.2013, Blaðsíða 138
Magnús T. Guðmundsson
FÉLAGATAL
Skráðir félagsmenn um síðustu ármót voru alls 605,
svipað og í fyrra. Þar af 17 heiðursfélagar, 471 al-
mennir félagar, 17 fjölskyldufélagar, 56 námsmenn,
og 44 fyrirtæki, stofnanir og fréttastofur. Erlendir á-
skrifendur Jökuls eru nú rúmlega 50 og fer þeim fækk-
andi, enda draga fræðibókasöfn nú mjög úr áskriftum
tímarita sem ekki eru gefin út í vefútgáfum auk þess
sem víða er verið að spara vegna niðurskurðar.
RANNSÓKNIR
Í samanburði við undanfarin tvö ár var árið 2012 við-
burðalítið í jöklum landsins. Eldfjöll höfðu hægt um
sig og jökulhlaup urðu ekki til vandræða. Þær rann-
sóknir sem Jöklarannsóknafélagið kom að með bein-
um hætti á árinu voru á Vatnajökli og Mýrdalsjökli
auk sporðamælinga sem unnar eru af sjálfboðaliðum
víða um land.
Afkomumælingar á Mýrdalsjökli
Mælingar fóru fram 17. maí þegar boraðar voru þrjár
afkomuholur. Ekki tókst að komast á jökulinn fyrir
hausthret svo stikur hurfu undir vetarsnjóinn. Hálfdán
og samstarfsfólk dó ekki ráðalaust og fór á jökulinn
aftur 27. nóvember þar sem sumarafkoman var metin.
Mælingarnar undanfarin ár sýna að Mýrdalsjökull er
ásamt Öræfajökli úrkomusamasti staður landsins.
Vorferð 1.–8. júní
Ferðin var með hefðbundnu sniði, farið um Jökul-
heima og Tungnaárjökul. Unnið var að margvíslegum
verkefnum, settar upp sjálfvirkar veðurstöðvar, m.a. í
Kverkfjöllum, nýr skjálftamælir á Vetti, GPS mæling-
ar og afkomumælingar voru gerðar á nokkrum stöð-
um. Lagfæringar voru einnig gerðar á hitarörum milli
húsanna. Þá voru gerðar ítarlegar mælingar á gos-
stöðvunum frá 2011. Nú var fært niður í gíginn en
svo var aldrei árið áður. Þó þurfti að notast við ál-
stiga og öryggislínur. Gígsvæðið var mælt upp all ná-
kvæmlega og hiti og dýpi í lóninu austan til. Þátttak-
endur voru þegar mest var 28, en 21 voru allan tím-
ann. Farartæki voru snjóbíll HSSR, bílar JÖRFÍ, LV
og JH auk allmargra vélsleða. Helst bar til tíðinda í
ferðinni að skæð magapest herjaði á mannskapinn og
veiktust nánast allir í 1–3 daga hver. Helst var talið
að nóróveira hefði tekið sér far með leiðangrinum, og
það óboðin.
Sporðamælingar voru gerðar á 43 stöðum haustið
2012, en hausthretið í september setti strik í reikn-
ing mælinga á Norðurlandi. Þar var ekki hægt að
mæla eftir þann tíma svo nokkrir sporðar náðust ekki
þetta haustið. Allir jöklar nema þrír hopa, og lengd
þeirra þriggja sem ekki gerðu það er annaðhvort nán-
ast óbreytt milli ára eða að erfitt aðgengi veldur því að
mæling er ónákvæmari en annars staðar.
Hér er ógetið viðamikilla mælinga sem Lands-
virkjun, Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskól-
ans standa að. Einnig kemur hingað til lands fjöldi
vísindamanna erlendis frá til rannsókna bæði á jökl-
um, jökulurðum, söndum og öðrum setmyndunum
jökla.
FUNDIR
Aðalfundur var haldinn 22. febrúar. Að loknum
aðalfundarstörfunum sýndi Ástvaldur Guðmundsson
myndir frá ferð þeirra Gunnars Egilsonar á Suðurpól-
inn á bílum árið 2010. Tæplega 60 manns mættu á
fundinn. Á vorfundi 24. apríl flutti Björn Oddsson
erindi um jarðhitann í Kverkfjöllum og Vilhjálmur
Kjartansson sýndi myndir frá Grænlandsjökli. Fund-
inn sóttu 50 manns. Fyrstu helgina í október tók
JÖRFÍ höndum saman við Jarðfræðafélagið og stóð
fyrir haustráðstefnu til heiðurs Helga Björnssyni í til-
efni af sjötugsafmæli hans í lok ársins. Farið var aust-
ur í Efri-Vík þar sem flutt voru erindi um jöklarann-
sóknir hér á landi og farin skoðunarferð á Skeiðar-
ársand. Helgi var að sjálfsögðu heiðursgestur og hélt
hann inngangserindið. Þessi ferð þótti takast ákaflega
vel en þátttakendur voru um 40. Haustfundur JÖRFÍ
var síðan þann 30. október og var hann tileinkaður því
að 100 ár voru á árinu frá fæðingu Sigurðar Þórarins-
sonar prófessors og formanns JÖRFÍ um árabil. Sig-
urður Steinþórsson flutti erindi um ævi og störf Sig-
urðar og eftir hlé rifjaði Halldór Ólafsson upp minn-
ingar úr jökla- og fjallaferðum með Sigurði. Á fund-
inn komu 50 manns.
ÚTGÁFA JÖKULS
Minning Sigurðar Þórarinssonar setti svip á liðið ár
í útgáfumálum Jökuls. Systurfélögin tvö, Jöklarann-
138 JÖKULL No. 63, 2013