Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 6
4
BREIÐFIRÐINGUR
Saga hvers áratugs, fortíð og framtíð og framkvæmdir
hvern afmælisdag og áratug ætti því að bera þess blæ og
verðug vitni hversu vel hefur tekist um varðstöðina.
Minningarnar fæða af sér óskir, framtíðardrauma.
Sjónarhóll líðandi stundar og afmælisdags að loknum
hverjum áratug ætti að veita yfirsýn bæði fram og til baka
undir yfirskrift skáldsins:
„Það er svo bágt að standa í stað
og mönnunum munar
annað hvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið.“
Og svo er það spurningin:
„Höfum við gengið til góðs
götuna fram eftir veg?“
Hér verður nú skráð örstutt yfirlit yfir starfshring
'félagsins frá árinu 1968 til 1978. Getur þá hver dæmt
út frá sínu sjónarmiði hversu tekist hefur.
Helstu starfsþátta félagsins verður getið í þeirri röð,
sem gert var fyrir 10 árum, og hlýtur það að auðvelda
allan samanburð fyrir þeim, sem hugsa.
Þegar rita skal sögu svona tíu ára tímabils er dálítill
vandi að velja um, hvað segja skal, svo ekki verði óþarfa
endurtekningar og hins vegar, að ekkert gleymist af því
sem verða mætti upprifjun til hvatningar á komandi starfs-
árum félagsins.
Hér verður því farið fljótt yfir sögu um það efni, sem
áður er skráð. Og að sjálfsögðu vísað til afmælisritsins í
Tímaritinu Breiðfirðingur 1968. En þar var gerð heiðar-
leg tilraun til að skrá sögu félagsins frá upphafi og minn-
ast þeirra, sem upphafið áttu og settu svip á starfsemina.