Breiðfirðingur - 01.04.1978, Side 85
BREIÐFIRÐINGUR
83
inni frá upphafi til þessa dags. Við nefndum það stundum
Dala'kofann okkar.
Það var byggt af fmbærri bjartsýni og fórnarlund, en
ekki framsýni. Engum datt í hug að dagar mannlífs í Múla-
sveit væru þegar taldir. Ungmennafélagið var stofnað 28.
maí 1928 í Kvígindisfirði. Ég var fyrsti formaður þess
og fannst mikið til um þá upphófð. Og enn Iþá meiri heið-
ur fannst mér, þegar við hjónin vorum gerð að heiðurs-
félögum þessa félags 24. júní 1940.
Það er líka minn eini félagsheiður opinberlega fram á
þennan dag. Samt mun vart sá dagur, að ekki hafi ég
hugað að félagsmálum frá stofndegi Ungmennafélags
Múlasveitar og hingað til.
Finnbogi Jónsson, oddviti og Kristín Jónsdóttir munu
lengst hafa búið á Vattarnesi, ábúenda þar á þessari öld.
Þar var í þeirra tíð byggt eitt fyrsta steinhús í sveitinni.
Jón Ólafsson, faðir Kristínar vann mikið að húsbygging-
um og smíðaði samkomuhúsið, sem er úr timbri og járni.
Hann fékk ekki há iðnaðarlaun við það verk.
Seinna fluttu Kristín og Finnbogi að Múla, en ung
hjón að Vattarnesi. Fyrst Guðmundur Arason og Kristín
Pétursdóttir, svo Guðbrandur Jóhannsson frá Kirkjúbóli
En þá var ég ekki hversdagsgestur í Múlasveit. Veit þó,
af því að þessir frændur voru æskuvinir, að þar hefur ríkt
dugur og bjartsýni, góðvild og gestrisni.
Síðustu árin hafa hjónin Stefanía Söebock og Hallbjörn
Jónsson frá Vattarnesi, gert þar garðinn frægan, ekki með
búrekstri 'héldur með veitingasölu, í litlum skúr, sem þau
hafa sem sagt reist um þjóðbraut iþvera af mikilli fram-
sýni og samhug.