Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 106
104
BREIÐFIRÐINGUR
rauk strax í símann og sagði okkur síðan fagnandi, að mað-
urinn væri kominn í leitirnar. Héld ég, að Hauk hafi fund-
ist, að hann hafi vaxið þennan dag.
A hæfilega ungum aldri giftist Haukur ungri og mynd-
arlegri konu. Þau eiga skemmtilegt heimili. Einkadóttir
þeirra hefur lo'kið löngu námi. Hún stundar nú kennslu-
starf við stóran heimavistarskóla að Laugum í Hvamms-
sveit, þeim stað, sem Haukur sótti fast að komast á um
helgar, þegar hann dvaldi í þessari sveit, til að iðka sund
í Sælingsdalslaug. Það er ekki oft, sem að fundum okkar
Hauks Ingimarssonar ber saman nú til dags. En í hvert
sinn sem það kemur fyrir, mæti ég fagnandi kunningja.
Samstundis rifjast upp margar bjartar minningar frá
gömlum tíma, og ég finn, að milli okkar er ekkert óbrúað
kynslóðabil.
Barnið og bókin.
Vorið 1953 vorum við beðin að taka dreng til sumar-
dvalar, sem þá var sjö ára að aldri. Föður hans þekkti ég
frá seinni hluta herskuára minna. Hann hét Magnús Ketil-
bjarnarson og var húsasmiður. Hann var kvæntur Aðalheiði
Guðmundsdóttur, ættaðri úr Suður-Dölum. Þau bjuggu á
Skólabraut 13 í Kópavogi. Mér var hlýtt til Magnúsar frá
fyrri árum, og við þekktum hann bæði, hjónin. Við tókum
drenginn, og hann var hjá okkur í sex sumur. Drengurinn
heitir Geirlaugur. Snemma vetrar 1953 dvöldum við, fjöl-
skylda mín, hjá þessu fólki á Skjólbrautinni um tveggja
mánaða skeið. Þarna var gott að vera. Við eignuðumst þar
vaxandi vináttu.
Geirlaugur hafði í frumbernsku fengið nokkurt áfall