Breiðfirðingur - 01.04.1978, Síða 109
BREIÐFIRÐINGUR
107
Kolu sína, gat ókunnum fundist, að þarna væri verðandi
sveitabóndi með fyrsta vísirinn að fjárstofni sínum.
Vorið, sem Geira-Kola var gemlingur, eignaðist hún
lam, eins og flest fjárskiptalömbin frá haustinu áð-
ur. Daginn, sem það lamb fæddist, fórum við Geirlaugur
að fjarlægja lam'bfé úr víðáttumikilli girðingu innan túns
til úthaga. Við höfum látið Geira-Kolu inn í fjárhús, svo
að hún gæti borið í næði. Við vorum lengi að þessum
snúningum, þó að dóttir mín, sem aldrei lét sitt eftir liggja
við heimilisstörf, kæmi okkur til aðstoðar. Við rákum
lambféð vítt og breitt. Þegar við komum til móts við fjár-
'húsin, gékk Geirlaugur næstur þeim. Eg sá, að hann gaf
fjárhúsunum auga og þóttist vita, að hann langaði að vitja
eignar sinnar, en ekki gerði hann það, heldur gætti hann
trúlega hlutverks síns. Þá kallaði ég til hans og sagði hon-
um að gá að Kolu sinni. Þá sá ég Geirlaug taka skarp-
asta viðbragðið, sem ég hafði til hans séð. Hann þaut inn
í fjárhúsið og kom aftur eftir stutta stund. Brosandi út
að eyrum kallaði hann til ok'kar: „Ég er búinn að eignast
lamb. Var á því augnabliki nokkur bók til í huga hans?
Ég efast um það, og er þá mikið sagt.
Haukur Ingimarsson og Geirlaugur Magnússon voru
nokkuð ólíkir en áttu þó margt sameiginlegt. Þeir áttu
báðir bernsku sína og nutu hennar að nokkru, sem þátt-
takendur í þeim þjóðlífsþætti, er átti marga staði á Islandi
um miðja tuttugustu öld, að vera báðir þéttbýlisdrengir í
sveit.