Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 90
88
BREIÐFIRÐINGUR
hjónum Jón Thorberg, fatlaður maður. Hafði missst annan
fót sinn ungur af slysförum.
Ekki var hann síður iþeim sem sérstæður persónuleiki,
sem át'ti skap sem aldrei lét bugast af neinu. Greindur, sér-
vitur, sjálfstæður og lét ógjaran hlut sinn í orðræðum, þótt
stórmenni ætti í hlut, en grandvar og góður.
Allt var þetta fólk bláfátækt á mælikvarða nútímans,
en talaði og bar sig sem hamingjusmir höfðingjar, þurfti
aldrei neitt til neins að sækja og skildi eftir drjúgan skild-
ing í handraða, svo enginn þyrfti svo mikið sem bera það
til grafar án gjalds.
Hér hafa nú verið nefndir síðustu búendur á hverjum
bæ í Múlasveit, eyðisveitinni minni í afkimum Breiða-
fjarðar. Það skildi þó 'hvarvetna vel við. Engin rányrkja.
Engin meingun. Unnið að gróanda landsins og bættum
byggingum fram að brottfarardegi. Kvatt með söknuði og
eftirsjá, er ekki varð lengur gegn ásókn auðnar barist.
Hvarvetna 'komin myndarleg hús fyrir moldarkofana
lágu. Hvarvetna hvanngræn tún fyrir mýrar, móa og
þúfnaþröng.
Vel mætti rita heila skáldsögu um fólikið á hverjum bæ
svo sérstætt sem það er og lifandi í minningum, sjálfstætt
og rismikið í sorg og gleði, striti og basli en síðast og fyrst
í sigrum sínum og trú, hollustu við Guð vors lands, sem
birtist í blómum á vorin og brosum horfinna vina.
Eg veit, að hvert sem spor barnanna af bæjunum heima
í sveitinni minni liggja, þá boða þau frið, fórnarlund, dug
og dáðir, drenglund og heiður.
Þannig verða best lifandi minnismerki Múlasveitar í