Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 102
100
BREIÐFIRÐINGUR
Reykjavík, sem hafði dvalið á heimili hans sumarið áður,
mundi vilja komast í sveit næsta sumar. En þar sem að
voru breyttar ástæður á umgetnum bæ, var ekki þörf fyrir
drenginn þar lengur. Skipt var um ábúanda á jörðinni, og
átti sá, er við tók, stálpuð börn, sem gátu átt sinn þátt í
heimilishaldinu. Eg hafði ákveðið að taka dreng um sum-
arið en hafði ekki aðhafst neitt í þeim efnum. Ég hafði
kynnst umgetnum dreng um sumarið áður, að svo miklu
leyti, sem aðstaða í dreifbýli gat gefið tilefni til. Mér hafði
geðjast vel að drengnum, og eftir að hafa fengið umsögn
kunningja míns og ákvað ég strax að vita hvernig málin
stæðu. Daginn eftir pantaði ég móður drengsins í lands-
símasam'band eftir að hafa talið við konu mína og eftir
leiðbeiningum kunningja míns. Ég náði fljótt símabandinu,
og eftir nokkrar mínútur hafði ég ráðið drenginn til mín
næsta sumar.
Seinna fékk ég að vita, að þegar ég náði umgetnu síma-
sambandi, þá hafði móðir drengsins verið stödd með son
sinn niður á landssímastöð í þeim erindum að gera tilraun
með að koma 'honum fyrir á sveitabæ í héraði, sem var
honum ókunnugt. Ég hafði, með símtali mínu, komið í veg
fyrir meiri aðgerðir í þeim efnum.
Það liðu svo fjögur sumur, að umgetinn piltur dvaldi
á heimili mínu og minna. Drengurinn hét Haukur Ingi-
marsson og átti heima á Bjarnarstíg 3 í Reykjavík. Fyrst
að ég er farinn að minnast þessa á pappír, finn ég ástæðu
til að gera eftirfarandi játningu: Hafi ég verið ánægður
með málalokin í símtalinu, þá var ég ennþá ánægðari að
fjórum árum liðnum. Mér leið vel í návist piltsins, hvort sem
ég sagði honum fyrir verkum eða blandaði við hann geði.