Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
skálds frá Hnífsdal. Á Selinu var einhver mesta örbirgð,
sem unnt er að hugsa sér nú. Það var allt eitthvað venju-
legt og sjálfsagt fyrir okkur, sem næst stóðum. Aldrei var
kýr í kotinu, heldur aðeins fáeinar ær og geitur. Kofinn
tvö stafgólf á lofti undir súð með moldargólfi niðri og
hri'ktandi stiga. Fjögra rúðu gluggi í baðstofunni. Tópt-
irnar standa enn og vitna um fimm manna íbúð fyrir 50
árum á íslandi.
Engan bar þó svo að garði á Seli, að ékki væri tekið
með gleði gestrisninnar. Þangað lágu mín fyrstu spor út
af bæ eða heimili, með mjólkurflöskur reiddar um öxl í
síðum sokk. Sending frá mömmu til Gunnu á Seli.
Saga fólksins á Seli væri heil bók af furðusögnum að
dómi nútímans.
Laxness dvaldi þar einhverntíma í tjaldi. Sumir segja,
að einhver persóna í Sj'állfstætt fólk sé dregin eftir Kitta
á Seli, en svo var Kristján alltaf nefndur af okkur ná-
grönnum og sveitungum.
Mig minnir að sú persóna nefnist hjá Laxness Kvía-
Júkki.
Aldrei kæmi ég svo að Seli, að þar yrðu ekki minning-
arnar fyrst og fremst tengdar fólki, sem gerði kraftaverk
eða lifði kraftaverki auðlegðar í allsleysi í trú og von og
kærleika.
Selsker er við Skálmarfjörð og fór í eyði á fimmta
tug aldarinnar.
Síðustu búendur þar voru Guðmundur Pálsson og Guð-
rún Einarsdóttir, ættuð af Barðaströnd.
Þeim kynntist ég lítið persónulega, af því að þau flutt-
ust í sveitina, eftir að ég var fluttur þaðan að mestu.