Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 67
BREIÐFIRÐINGUR
65
börnum og bar hún hlýjan hug til hans æ síðan. Frá Innri-
Fagradal í Saurbæ flytur Anna að Hvalgröfum á Skarðs-
strönd og er þar í húsmennsku með dóttur sinni um nokk-
urra ára'bil.
Enn'þá er hennar leitað ef veikindi eða annan vanda ber
að höndum, og enn sinnir hún kallinu. Nú er það skáldið
Stefán frá Hvítadal sem heyir sitt síðast stríð, sína síðustu
baráttu við hvíta dauðann. Anna kemur inn á heimili hans
í janúar, hann lést á útmánuðum. Þarna vann Anna mikið
líknarstarf þennan mikla þrauta vetur, stóð við hlið hús-
móðurinnar í hverju starfi sem kallaði á heimilinu, hvort
heldur sem var að hjúkra skáldinu eða börnum þeirra
hjóna, sem tvö létust þennan vetur, drengur nokkurra ára
og stúlka ársgömul. 011 störf heimilisins hvíldu á herðum
þessara tveggja kvenna bæði daga og nætur hljóðlátar stóðu
þær saman og ræktu skyldustörfin. Mörg hefur stundin
verið erfið þennan eftirminnilega vetur á heimili skáldsins
frá Hvítadal. En um það hefur fátt verið skráð og ofur
hljótt um. Það er oft svo, að það sem allra best var gert,
verður aldrei opinbert og á ég þar við líknarstarfsemi
Onnu, mér er óhætt að fullyrða að hún átti hlýhug og virð-
inga samferðamanna sinna.
Mig langar að segja eina sögu, sem Anna sagði mér sjálf.
Hún er þá enn á Broddanesi og er ráðin um haust við
sláturstörf hjá Jóni Þórðarsyni og konu hans Guðbjörgu
Jónsdóttur skáldkonu eins og hún var oft nefnd. Guðbjörg
segist vera búin að skipuleggja daginn, sjálf ætla ég að
reyna að skemmta ykkur, þið eruð búnar að viða allt að
ykkur. — Ein verkar vambir, önnur sníður, þriðja saum-
ar og sú fjórða brytjar mör og hjálpar til svo allt gangi