Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 112
110
BREIÐFIRÐINGUR
— Réksturinn gekk mjög erfiðlega framan af, segir
Guðfojartur Egilsson, sem verið hefur formaður Barðstrend-
ingafélagsins í 20 ár. — Árið 1972 var hlutafélagið Gestur
stofnað um starfsemina og auk Barðstrendingafélagsins
eiga aðild að því félagi Barðastrandarsýslu, ísafjarðarsýsla,
13 hreppsfélög á Yestfjörðum, margir einstaklingar og
Ferðaskrifstofa r'íkisins. Auk þess höfum við notið góðrar
fyrirgreiðslu frá hinu opinbera og nokkurn styrk fengið,
enda var Bjarkalundur t. d. opinn til 30. október í fyrra,
nær eingöngu til að koma á móts við þann fámenna hóp,
sem þurfti að ferðast um Barðastrandarsýslu svo síðla árs.
Hótelin hafa yfirleitt verið rekin af hugsjón einni saman
og Barðstrendingafélagið hefur ekki safnað digrum sjóð-
um á starfseminni í Bjarkalundi og Flókalundi, en nú
virðist mér vera að verða breyting á og í ár skili Flóka-
lundur eirihverjum hagnaði, segir Guðbjartur.
„Flókalundur á framtíð fyrir sér“.
Starfsemin í Flókalundi mótaðist eðlilega mjög af því
hvort vegir eru færir vestur á Barðaströnd eða ekki. Þess
vegna er yfirleitt ekki hægt að opna hótelið fyrr en í lok maí
og því verður að loka um miðjan september vegna þess
að umferð dregur nær alveg niður um þetta leyti árs. Þá
breyttist umferðin nokkuð þegar Djúpvegur var opnaður.
Fólk fór þá ekki endilega framhjá Flókalundi, er það fór
frá eða til ísafjarðar, heldur yfir Þorskafjarðarheiði og við
það að þessi vegur var opnaður jókst aðsókn að Bjarka-
lundi í Reykhólasveit.
— Sumarið í sumar hefur sýnt okkur, að Flókalundur
á framtíð fyrir sér, segir Heba Ólafsson, sem verið hefur