Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 74
Sveitin mín í eyði
Fjöllin mín þau hugga, 'þótt hrynji nokkur tár,
þau hafa fyrri lagt sín smyrsl á sárin.
Þau breiða út stóra faðminn, með gróður, fossa og gjár
þar geymir lyngið þornuð bernskufcárin.
Þannig söng einu sinni tVítugur maður, sem langaði
heim. Hann treysti engum betur en brekkunum heima
í Múlasveit, fossum, tindum og lækjum í 'hlíðum og dölum
til að brékja brott skugga angursstunda.
En þá voru líka vinir heima. Fólk, sem átti hjartaslátt
í hrynjandi við ’hörpuslátt vorgo’lunnar og söngva fugla,
fossa og tinda.
Nú er þetta fólk horfið, farið — dáið.
Þau sem alltaf voru og vildu best
nú visnuð liggja upp í kirkjugarði.
Sveitin mín er í eyði. Aðeins túnin, bæjarhúsin, kofar og
hlöður, lambhús og ærhús standa og vitna í þögn — djúpri,
óræðri þögn um allt, sem var. Samt er vel skilið við. Hallir
á hverjum bæ.
„Eins eru fjöllin, sem áður“ — nei, þau eru ekki eins,
þau eiga ekki framar bergmál söngs og bernskuhlátra,
nema í löndum minninga og drauma.