Breiðfirðingur - 01.04.1978, Blaðsíða 108
106
BREIÐFIRÐINGUR
iir brást honum ekki. Hraðinn var ekki alltaf mikill, en
ætti hann að sækja liest í nokkra fjærlægð, kom hann jafnan
með hann á sínum tíma. Að táka ákvörðun eða fram-
kvæma, án þess að athygli færi nóg á undan, kom ekki
fyrir hann. Fljótfærni var honum fjarlæg.
Árin liðu. Pilturinn tók framförum. Hann rækti skól-
ann af áhuga, einkum framan af. Á tímabili lét hann skák-
íþróttina taka 'huga sinn og fórnaði henni af einbeitnis-
hæfni sinni. Svo var aftur haldið á dýpri námssvið. Lóð
bernskuheimilisins var fljótt of þröng. Sveitabærinn var
einnig of einangraður vettvangur. Llólminn í norðanverðu
Atlandshafi var ekki nógu víður. Heimspólitíkin heillaði
austur fyrir járntjald. Þar var dvalið, og huganum beint
að túngumáli einnar þjóðar. Heimkominn rækti hinn bók-
hneigði maður þjónustu ’hjá bókaútgáfu og gaf út Ijóða-
bók. Nú mun dvalið í París. Framtíðin er sem stórt spurnar-
merki.
Það er ekki fjarlægt að spyrja, hvort dvöl á fámennum
sveitabæ í bernsku liafi haft nokkurt gildi fyrir dreng
með svo víðfeðman hugsunarhátt.
Daginn, sem Geirlaugur kom í sveitina á vori hverju,
var fljótlega hægt að greina, að íslenska vorið var að taka
hann ástúðlega í faðm sinn og fjölbreytni eins vordags
á sveitabænum vakti alltaf athygli hans engu síður en ann-
arra, þó að stundum væri það með öðrum hætti. Eitt haustið,
sem hann var hjá mér, fóru fram fjárskipti í sveitinni. Þá
gaf ég honum kollótta gimbur, keypta vestan af Fjörðum.
Honum þótti vænt um gimbrina sína, og í návist hennar
bar ekki á, að hann sáknaði á því augnabliki bókarinnar,
sem hann var að lesa í seinast heima. Þegar hann hélt í