Breiðfirðingur - 01.04.1978, Side 99
BREIÐFIRÐINGUR
97
og Firði brott. Sveitin mín í eyði, nokkrum sumardvalar-
gestum að leik. — Spyrja mætti að síðustu:
Hafði þetta ungmennafélag eitthvert afrek unnið? Var
Vísir nokkurs virði?
Þarna er bárujárnskofi á „bólinu“ á Vattarnesi, hófför
ií hestagirðingu undir brekkunni, nokkrir úreltir vegaspott-
ar, nú grasi grónir, gerðir í þegnskyldu fyrir hestafætur,
minningar um blaðið „Fram“ og týnda fundargerðabók,
bergmál af úreltum danslögum í auðum bæjarhúsum og
hnígandi hjartaslögum nokkurra gamalmenna.
Gæti verið, að eitthvað hefði verið byggt í heimi hins
ósýnilega og eilífa í sálum og samfélagi, sem vaxið hefði
af Vísi jafnvel í fjarlægum héruðum og höfuðborginni?
En þar áttu tveir af stofnendum félagsins eftir að þekkja
vel til, jafnvel leyndarmála margra bak við tjöld dagsins.
Gefa þar geisla að heiman.
Guðbjörn Jóhannesson frá Kvígindisfirði, fangavörður
um áratugi og Árelíus Níelsson fyrsti formaður og líklega
lengst, hefur verið prestur í Reykjavík og formaður ótal
nefnda og fjölda félaga, fulltrúi á þingum og mannfund-
um utanlands og innan. Gætu áhrif stefnuskrár Vísis hafa
komist svo langt? Mjór er mikils vísir. Hefur ekki þetta
litla félagið sannað þessa fornu speki með árunum, með öll-
um sínum félögum. Enginn 'hefur brugðist. Ollum hefur það
komið til nokkurs þroska.
Árið 1940 að kvöldi hins 23. júní eða öllu heldur á
Jónsmessunótt var eftirminnileg stund í ungmennafélags-
húsinu á Vattarnesi.
Þar valdi Vísir sína fyrstu og einu heiðursfélaga: Ingi-
björgu Þórðardóttur frá Firði og Árelíus Níelsson frá