Breiðfirðingur - 01.04.1978, Side 113
BREIÐFIRÐINGUR
111
í Flókalundi síðastliðin sumur. — Það koma hingað meira
og minna sömu gestirnir ár eftir ár og þetta fólk tekur með
sér vini og kunningja. Hingað kemur ekki ýkjamikið af
útlendingum, en í sumar gistu þó hérna hjá okkur 82 út-
lendingar og er það heldur meira en áður.
— Vestfirðirnir eru ónumið land fyrir ferðamenn og
það er fyrst í sumar að Ferðaskrifstofa ríkisins hefur lagt
áherslu á að beina ferðamönnum til Vestfjarða, segja þau
Guðbjartur og Heba. — Það hefur reyndar verið erfiðleik-
um háð að taka á móti ferðafólki hérna fyrir vestan, því
aðeins eru hótel á ísafirði og svo í Flókalundi og Bjarka-
lundi. Mánakaffi var lengi vel eina hótelið á ísafirði, en
eftir að Eddu-hótel var opnað á ísafirði hefur aðstaðan
breyst mjög. Það er mun stærra hótel heldur en Mánakaffi
nokkru sinni. Það er vonandi, að Ferðaskrifstofurnar beri
ríkulega ávöxt, segja Guðbjartur og Heba að lokum.
Allt á minnsta straumi.
Þegar þetta kemur fyrir augu lesenda er Hótel Flóka-
iundur í Vatnsfirði í þann veginn að hætta starfsemi í ár.
Rafmagnið, sem hótelið fær frá Mjólkárvirkjun, verður sett
á minnsta straum yfir vetrarmánuðina til að halda húsinu
heitu og verja það skemmdum. í vetur verður hótelið senni-
lega hulið snjó að mestu og aðeins eftirlitsmaðurinn með
því verður þar á ferli. Næsta vor fer starfsemin aftur í
gang og ferðalangar þyrpast væntanlega í Flókalund til
að skoða náttúruna, kynnast landinu, veiða fisk, tína ber,
slappa af, njóta góðrar þjónustu eða eitthvað enn annað,
því hótel Fló'kalundur og hið friðlýsta svæði í Vatnsfirði
hefur upp á margt að bjóða.
(Tekið sem úrklippa úr dagblaði og beðið afsökunar).