Breiðfirðingur - 01.04.1978, Page 47
BREIÐFIRÐINGUR
45
En árið 1956 tók Stefán Jónsson frá Kambi í Reykhóla-
sveit við formennsku og var lengst allra eða til 1972 að
því er best verður séð, með mikilli festu og þolgæði. En
þá munu og öll upphafsvandkvæði leyst.
Árið 1972 tók Jóhannes Ólafsson, verkstjóri við for-
mennsku. En enginn mun hafa verið lengur samfellt í
stjórn „Heimilisins“ en hann. Hann var þar fulltrúi Breið-
firðingafélagsins, stærsta hlutafjáreigandans. En það mun
nú eiga nær tvo þriðju 'hluta eignarinnar. En 1974 varð
Oskar Bjartmarz, framkvæmdastjórinn einnig formaður og
er það enn, þegar þetta er skráð.
Auk „Búðarinnar“ tilheyra eigninni tvö hús við Skóla-
vörðustíg númer 4 og númer 6.
Hið fyrra leigði Kron undir forystu Ámunda Sigurðsson-
ar til 1940. En síðan hefur verið þar bókabúð og fornsala.
En Skólavörðustíg 6 leigði Mandhester í mörg ár. Og
síðan Helgi Einarsson, listaverkasali. En hann hefur
starfrækt listasýningar á „Loftinu“ sem kallað er og allir
kannast við.
„Búðina“ sjálfa Skólavörðustíg 6 B leigði Steingrímur
Karlsson um árábil til veitinga- og samkomuhalds, eftir að
hlutdeild Breiðfirðingafélagsins sjálfs lauk í því starfi.
Sigmar Pétursson, austfirðingur að uppruna tók svo við
af honum og var nokkur ár með miklum myndarskap, uns
hann flutti í Sjálfstæðishúsið, sem hann nefndi Sigtún við
Austurvöll, og síðar í sitt eigið Sigtún við Suðurlandsbraut.
En það er nú eitt fjölsóttasta samkomuhús borgarinnar.
Segja má, að starfsemi Breiðfirðingafélagsins ljúki í
Breiðfirðingabúð með starfsemi Sigmars. Aðstæða þar til